Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1988, Page 21

Æskan - 01.07.1988, Page 21
í Kópavogi ? Stefán Trausti Eysteinss. 8 ára: Mér líkar mjög vel að eiga hérna heima. í sumar æfi ég knattspyrnu með 6. flokki. Ég er varnarmaður í liðinu. Jú, það er erfið staða því að ég þarf oft að glíma við tvo andstæðinga og ef þeir sleppa framhjá mér geta þeir gert mark. - Þegar ég verð stærri ætla ég kannski að verða leigu- bílstjóri. Elín Þórunn Stefánsdóttir 9 ára: Já, það er gaman að eiga heima hérna. Hér eru margir skemmtilegir krakkar. Ég á margar vinkonur, m.a. Lindu og Ragnheiði sem á heima í Engihjalla. í sumar var ég á leikja- námskeiði og líkaði vel. Ég var í sveit í hittifyrra og síðan hef ég haft mik- inn áhuga á hestum. Kannski kaupi ég mér hest bráðlega. Hvemig er að eiga heima Hólmar Þór Eðvaldsson 10 ára: Það er mjög gott. Ég er í hinum frá- bæra Snælandsskóla. Á sumrin æfi ég knattspyrnu með 6. flokki Breiða- bliks. Ég er einn af markvörðum liðs- ins. í sumar hef ég verið að vinna við að naglhreinsa og skafa timbur í húsi sem fjölskyldan er að byggja. Ég fæ 50 krónur á tímann og er ánægður með það. Ragnheiður L. Erlingsd. 9 ára: Ég hef átt hér heima frá fæðingu. Það er nóg um að vera fyrir krakka. í sumar var ég á leikjanámskeiði og svo er knattspyrna eitt af áhugamálum mínum. Ég á þrjár vinkonur. Þær heita: Hrafnhildur, Anna Birna og Elín. í sumar ætla ég til Benidorm á Spáni með fjölskyldu minni. Ég hlakka mikið til. Valgeir Guðlaugsson 10 ára: Ég hef átt hér heima frá því að ég fæddist. Ég á marga vini. Á sumrin æfi ég með 6. flokki ÍK (íþróttafélagi Kópavogs). Ég er markvörður. Nei, það er enginn rígur milli okkar kunn- ingjanna sem æfum með ÍK og Breiðabliki. Ég er í KFUM og líkar vel þar. Valdimar Sigurðsson 10 ára: Það er mjög gott. Ég fluttist hingað fjögurra ára frá Reykjavík. Krakk- arnir í Kópavogi eru alveg ágætir. Nei, ég á enga kærustu. Þessar stelp- ur eru algjörar. .! Ég hef mikinn áhuga á knattspyrnu og píanóleik. Ég hef lært á píanó í þrjú ár. Kannski verð ég píanóleikari.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.