Æskan - 01.07.1988, Side 42
sandinum og undir hattinum eru ljósir
lokkar og brosandi augu og munnur og
Rut í heilu lagi. Og svo kemur Daníel í
ljós og Sigrún og Elísabet og hafa grafið
svo djúpa holu að Rut sést ekki þó að
hún standi upprétt og Danni og Rúna
ekki ef þau beygja sig í hnjánum og Beta
ekki ef hún er í kút því að hún er elst og
lengst.
Og það er svo heitt í holunni að þau
verða að fara að kæla sig í sjónum og
þeim flnnst svo svalt þegar þau koma
upp úr sjónum og golan leikur um þau
að þau verða að þerra sig og leggjast í
sólbað og þá er svo heitt að þau verða að
kæla sig. . .
En stundum þegar þau hlaupa niður
að sjónum og upp frá sjónum reka þau
tærnar í brúna þúst og er þá fólk og þau
segja „afsakið“ ef þau muna það og fólk-
ið segir undarleg orð sem þýða „allt í
lagi, börnin góð,“ ef það kemur upp
nokkru orði í þessu móki í sumri og sól.
Samt eru margar mömmur glaðvak-
andi og hamast við að bera á sig „sól-
brunavarnarkremafbestugerð“ - sem er
tölusett 2 og 4 og 6 og 8 og 12 og ég held
ekki hærra. Og þær sem eru alveg hvítar
bera á sig númer tólf - að minnsta kosti á
neflð - og þær sem eru komnar með tvær
brúnar freknur nota númer sex og átta
En seinna uröu þær miklu brúnni. .!
Allir finna sér eitthvað til að una við . . .
og þær ljósbrúnu smyrja sig með tvö og
fjögur en þær brúnu maka á sig sólolíu
til að verða dökkbrúnar og svartar.
Og sumir pabbar eru líka duglegir og
vanda sig við að bera á sig krem með
réttum tölustaf en stundum ruglast þeir
þegar þeir horfa of mikið í kringum sig -
því að það er margt sem er gaman að
grandskoða á ströndinni - og þetta er
líka mikill vandi og þarf stundum að
nota sums staðar tólf en annars staðar
átta og sex og fjögur og tvö - og sumir
eru latir eða gleyma sér og verða rauðir
og liggja í skugganum undir sólhlíflnni.
En Bradley og Paul frá Englandi hafa
byggt stóran kastala með virkisveggjum
og síki og er eins og forfeður þeirra
byggðu í gamla daga en voru miklu leng-
ur að því og er eitt kastali og annað öðru-
vísi kastali sem öldurnar slétta þegar fell-
ur að. Og Vasco og Marie, sem eru
portúgölsk eins og sandurinn hérna,
moka í föturnar sínar og búa til kökur og
hús sem er eins og fatan í laginu og
flnnst kannski hvergi nema í sandi á
ströndum.
Og Filippía svífur um og nýtur þess að
vera hér í góða veðrinu eins og fólkið en
Filippía er fluga og það eru rnargir
hræddir við að hún stingi þá og hlaupa
frá þegar þeir sjá hana og æpa og emja eU
þeir sem eru í móki megna ekki a
hreyfa sig og sumir eru sofandi og ®e
opinn munninn og þarna flýgur FilipP13
inn um opinn munn og áfram niður 1
maga og er óheppin því að þar er dinim1
og svart og hún kemst ekki út aftur til 2
svífa um loftið milli fólksins og ha 3
gaman af að hræða það svona Htil eD
fólkið svo stórt!
En nú er ég farinn að segja meira en
það sem er alveg satt og verð að h#tta
því að ég er að missa vald á pennanun1
og hugarfluginu og er farinn að svífa ufl1
eins og Filippía. . .
- Og kannski hefur þér fundist þetta
einkennilega skrifað og erfltt að lesa þaö
og þá bið ég þig að virða mér vel að CS
gat ekki skrifað háu'ðlega og með etn
faldri upptalningu um það sem er og ger
ist á ströndinni og er svo leikandi og letI
og skínandi og skemmtilegt.
En þetta var á ströndinni Maríu RdsU
í Algarve-héraði í Portúgal í sumaf °S
þangað skipuleggur Útsýn afar ág*tar
ferðir. . .
Hvað tákna
teikningarnar?
Hvað skyldi skopteiknarinn GIL haja hajt í
huga þegar hann dró á blað þessi Jáu strik
sem þú sérð inni i rammanum? EJlaust má
lesa ýmislegt úr þeim. En lausnin, sem hann
gejur upp, er birt á blaðsíðu 54.
421
tæska*