Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1989, Side 6

Æskan - 01.12.1989, Side 6
Eftírminníleg jól Hlakka ekki allir til jólanna? Pað held ég og mérfinnst sennilegt að krakkar hafi alltaf hlakkað til þeirra. En mig langaði til aðforuitn- ast um hvemig jólin voru áðurfyrr af því að allt hefur breyst svo mikið frá því í gamla daga. Ég fór því til Nöbbu (Kristínar Loftsdóttur) og spurði hana: „Hvemig voru jólin þegar þú varst bam?“ „Ég skal segja þér, vinur, frá jólunum þegar ég var svona sex eða sjö ára. Pað var komin Porláksmessa og búið að gera allt hreint ogfint. Pabbi hafði smíðað handa okkur jólatré sem við áttum árum saman. Viðfeng- um grænan glanspappír og skárum hann í lauf og vöfðum jólatréð. Margir voru á heimilinu og átti hver sína grein. Síðan brugðum við jólapoka úr pappír og létum lítinn og stóran poka á hverja grein. Og það var ekki lítil tilhlökkun að í þessa fínu poka fengjum við kandís og súkkulaði. Pá var ekkert rafmagn svo að það þurftu að vera kertaljós. Pabbifór í verslunina að kaupa kertin en þá vildi svo til að þau voru ekki til þar. Hann varð leiður og hugsaði að nú prðu vfst lítil jól hjá bömunum fyrst engin kerti væru til á jólatréð. Hann hélt heim á leið og þegar hann er kominn langleiðina fer hannfram hjá bænum Brúnum. Þá kemur kona hlaupandi á móti honum og segir: „Loftur, viltu koma með mér heim? Mig langar til að senda bömunum þínum kertapakka.“ Petta voru alls konar kerti, rauð, gul, græn, blá og snúin kerti og pabbi varð heldur glaður þegar hann kom heim með þau og við gátum haft góð ogfalleg jól.“ „Voru þetta skemmtilegustu jólin?“ „Jólin eru alltaf svo skemmtileg og þau eru alltaf eins og ný fyrir hverjum manni. Ég hef alltaf haft ósköp gaman af þeim, bæði ung og gömul. Jólin boða ávalltfrið á jörðu og velþókknun yfir mönnunum.“ Núna, f nóvemberlok 1985, eru liðin rúm 60 árfrá eftirminnilegu jólunum hennar Nöbbu. Ég þakka henni fyrir viðtalið og kveð. K.E.K. (Úr blaðinu Mýrdælu. Útgefendur: Nemendur 5.-9. bekkjar Víkurskóla - Vík í Mýrdal) 6 Æskan

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.