Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1989, Side 5

Æskan - 01.12.1989, Side 5
 þætti. En svo þegar stundin rann upp og veislan átti að hefjast þá kom í Ijós að eitt hafði gleymst. Pau höfðu alveg gleymt að hjóða kennaranum! Ætli jólin okkar séu eitthvað þessu lík? Ætli heið- ursgesturinn og aðalatriðið gleymist? Guðforði því! Jólin eru til að minna á Jesú. Hvert jólaljós, sérhver jólakveðja og jólagjöf er ábending, vitnisburður um hann. Heimurinn okkar má ekki glepma honum, ekkert heimili, enginn einstaklingur. Gætum við ímyndað okkur hvemig væri ef engin jól væru? Tæpast. Þá væri vafalaust dimmt skamm- degið á íslandi, og drungalegt. Pað væri dimmt hér í heimi ef Jesús hefði ekki komið í þennan heim. Pá væri skammdegi í mannlífinu, gleðisnautt og drungalegt. Pað var Jesús sem kenndi okkur að sælla er að gefa en þiggja, og að við eigum að elska Guð af öllu hjarta og náungann eins og okkur sjálf og að við eigum að gera öðrum það gott sem við vildum sjálf fá að njóta. Það var hann, þessi Jesús, sem fæddist í Betlehem sem læknaði þá sem voru veikir og hjálp- aði þeim sem áttu bágt af því að hann kenndi í brjósti um þá og fann til með þeim. Hann sagði: Svona er Guð. Svona finnur Guð til með þeim sem eiga bágt. Guð er miskunnsamur. Guð er kærleikur. Og svona eigum við líka að vera, mótuð af anda góðvildar, miskunnsemi, kærleika. Það er mikilvæg- ast af öllu. Allt annað er einskis virði. Hlakkar þú til jólanna? Mér datt það í hug. Ég óska þér gleðilegra jóla, og ég óska og bið að góðvild og gleði jólanna megi fylgja þér áfram, líka þegar jólin eru á enda. Gleðileg jól! Æskan 5

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.