Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1989, Side 39

Æskan - 01.12.1989, Side 39
þegar ég man fyrst til var einungis hveiti notað í það. A Porláksdag var jólahangikjötið soðið. Pottkökur og flatbrauð var bak- að til allra jóladaganna og þurfti mikils við því að vel var skammtað. Jóla- brauð og kleinur mátti ekki heldur vanta og fínar smákökur, sem enn þá tíðkast, voru líka bakaðar á öllum efna- heimilum. Baðstofan var þvegin, rúm- föt viðruð og hreinar rekkvoðir og ver látin í öll rúm. Á aðfangadag átti „fá- tækraþurrkurinn“ að koma. Hann var handa þeim er voru svo snauðir að þeir áttu ekki til skiptanna en þvoðu allt sitt að morgni og þurftu að fá það fullþurrt að kvöldi. Bömin böðuð í balanum Þegar leið á aðfangadaginn flýttu sér allir að ljúka störfum og búast um sem I best. Bömin voru böðuð í stórum I þvottabala þar sem hlýjast var, stund- 1 um í fjósinu. Stúlkurnar þvoðu sér um I höfuðið, kembdu, greiddu og fléttuðu I — þær hárprúðari í margar fléttur sem [ þöktu á þeim bakið eins og breiða. All- | ir bjuggust í sín bestu klæði; þó var það | altítt að þær konur, sem ekki fóru til I kirkju (aftansöngs), létu stokkpeysuna 1 hvíla á kistubotninum en klæddust í [ hennar stað ljósri léreftstreyju, fóðr- [ aðri, við peysupilsið og svuntuna. Man f ég vel hve hrífandi mér fannst þessi I ljósi búningur heimiliskvennanna og j hve vel mér þótti hann fara við öll ljós- j in og jóladýrðina. Klæddust stúlkumar í sjaldan þessum léreftstreyjum nema á j hátíðum. Karlmenn kepptust við að vera j komnir inn frá gegningum fyrir klukkan j sex því að þá var heilagt orðið. Stúlk- I umar færðu þeim allt er þeir þurftu til | að þvo sér og klæðast, hver stúlka sín- j um þjónustumanni. Allir töluðu lágt og j blítt og áminntu bömin um að láta ekki j illa. Öllum húsdýmm hafði verið gefið f meira og betra fóður en hversdagslega 1 og ekki mátti gleyma að kasta moði j fyrir snjótittlingana og fara með eitt- [ hvað gott út á hólinn til bæjarhrafn- [ anna. | Ljós voru tendruð og látin loga um j allan bæinn. Kertin og laufabrauðið j sótt fram á skemmuloft og borið inn í [ búr. Þar skammtaði húsfreyjan fólkinu, | hverjum á sinn disk, hangikjöt, magál, | sperðil, smjör og brauð og flot og 1 hlaða af laufabrauði ofan á. En þetta j var til jóladagsins. í pottinum kraumaði j jólagrauturinn og Mývatnssilungurinn | var byrgður niður í öðmm potti, brenn- i heitur. I dölum Suður-Þingeyjarsýslu | var það venja að sækja silung til jól- | anna upp í Mývatnssveit. Var hann i borðaður á jólanóttina með jarðeplum, Æskan 39

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.