Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1989, Page 31

Æskan - 01.12.1989, Page 31
 ► \ Æ r ■ r\ m high I t low I skótanum, sem þessi börn ganga í, fer kennsla fram á ensku. Þau tala annad tungumál heima. - Ljósm.: \NCC Photo: Don Edkins. Unglingarnir eru sammála um að gaman hafi verið að kynnast þessum söngvum. Margir þeirra fjalla um bar- áttuna fyrir auknum réttindum. Flestir eru þeir trúarlegs eðlis enda frá kirkjunni komnir. Söngvarnir eru mjög taktfastir og grípa flytjendur og hlust- endur oft sterkum tökum. Á tónleikunum var textinn sunginn bæði á íslensku og Zulu-máli. Forsöngvarar voru Egill Ólafsson og Sigrún Hjálm- týsdóttir. í guðsþjónustunni kynnti Sigríður Guðmundsdóttir starf Hjálparstofnunar kirkjunnar. Egill Ólafsson á æfingu með unglingunum. Sigrún Hjálmtýsdóttir var forsöngvari ásamt honum. Margir söngvanna frá Namibíu fjalla um baráttuna fyrir auknum réttindum. Þeir eru flestir trúariegs eðlis - taktfastir og grípa hlustendur sterkum tökum. Sr. Þórhallur Heimisson pred- ikaði og þjónaði fyrir altari. St/ðjum skólana í Namibíu Namibía er strjálbýlt land sunnarlega í Afríku. Um þessar mundir eru miklir atburðir að gerast þar. Namibíumenn eru loks að öðlast sjálfstæði eftir langa sjálfstæðisbaráttu. í 74 ár hefur landið verið hernumið af hinu volduga nágrannaríki, Suður-Afríku. í byrjun nóv- ember var efnt til fyrstu frjálsu kosninganna í sögu Namibíu og síðar í vetur mun landið end- anlega fá sjálfstæði. Mikið starf er framundan í landinu. Þar þarf að byggja marga skóla. Hingað til hefur hvítum og svörtum börnum verið bannað að ganga í sömu skóla. Það hafa því verið tvö ólík skólakerfi í Namibíu. Ann- ars vegar góðir skóla fyrir hvít börn og hins vegar þéttsetnir og lélegir skólar fyrir blökku- börn. Kirkjan í Namibíu hefur um árabil barist gegn aðskilnaðar- stefnunni og hefur raunar ver- ið einn sterkasti málsvari hinna fátæku þar í landi. Kirkjan starfar á mörgum sviðum. Hún hefur beitt sér í baráttunni gegn mannréttindabrotum og aðstoðað fórnarlömb slíkra brota. Hún rekur barnaheimili, heilsugæslustöðvar, þjónustu við aldraða og lestrarkennslu fyrir fullorðna. Kirkjan er einnig áhrifamikil á sviði skólamála í Namibíu. Skólar, sem hún styður eða rekur sjálf, hafa afneitað að- skilnaðar-stefnunni. Hún tók einnig að sér að sjá um mót- töku tugþúsunda namibískra flóttamanna sem hafa snúið heim á undanförnum mánuð- um. Meðal þeirra er fjöldi barna og þau þurfa að fara í skóla. En fleiri börnum verður ekki komið fyrir í því húsnæði sem nú er í notkun. Þess vegna er knýjandi þörf á að útvega skólastofur og láta gera við gamalt húsnæði. Hjálparstofnanir kirknanna á Norðurlöndum hafa tekið höndum saman um að aðstoða við uppbyggingu skóla og mót- töku flóttamannabarna í Nami- bíu - með því að reisa skóla- stofur; kaupa skrifföng, pappír, stóla og fleiri nauðsynlega hluti. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem safnað er fyrir í landssöfnuninni „Brauð handa hungruðum heimi“. Æskan 31

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.