Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 63
F R A
ÝM SUM
H L I Ð U M
Ólafur Ólafsson landlaeknir:
Mlannvernd
í nútíma þjóðfélagi
- Að þessu sinni höfðar efni þáttarins
einkum til fullorðinna og stálpaðra les-
enda blaðsins. Það er tekið úr upphafs-
kafla og niðurlagi bæklings með sama heiti
og fyrirsögn þessarar greinar. -
/
Ur inngangi
„Okkur veitist hægara að berjast fyrir
meginreglum en lifa samkvæmt þeim.“
Stöðugt fara fram umræður um náttúruvernd,
landvernd, hvalavernd, húsavernd o.fl. sem er
af hinu góða, en fáir ræða um mannhelgi. Áður
fyrr var heimilið þungamiðja mannlífs og þar
deildu foreldrar og börn fjölskyldulífi og starfi.
Nú hafa tekið við kynslóðir sem vinna utan
heimilis einn lengsta vinnudag í Evrópu og sem
sjaldan eru heima. Verulegur hluti barna geng-
ur sjálfala á daginn og upplausn heimila og fjöl-
skyldna er vaxandi vandamál, fjölskyldutengsl
hafa rofnað í vaxandi mæli. Margir ræða um að
barnalán sé vandfundið í dag en oftar en ekki
væri nær að tala um að börnin búi ekki við for-
eldralán. Vandræði hafa af hlotist og kallað er á
aðstoð æ fleiri sérfræðinga og stofnana. Vand-
ann ber þó frekar að leysa með að treysta fjöl-
skylduböndin. Börnin þarfnast öryggis, hlýju og
leiðandi handa.
Samantekt
Gerbreyttar þjóðfélagsaðstæður hafa dregið
úr samvistum foreldra og barna. Atvinnuþátt-
taka kvenna utan heimilis, aðallega giftra
kvenna, meir en fjórfaldaðist á tímabilinu 1960-
1985. Jafnréttisbaráttan hefur fært konum
meiri menntun og sjálfstæði en jafnframt mun
lengri vinnutíma. Kjarnafjölskyldan riðar til falls
því að hjónaskilnuðum hefur fjölgað gífurlega.
Ungu fólki í sambúð með börn úr fyrri hjóna-
böndum hefur fjölgað mikið og er þetta að
verða ein algengasta fjölskyldugerðin. Einstæð-
um foreldrum fjölgar einnig mikið, en þeir eru
nú um 24% af barnafjölskyldum.
Erfiðleikar foreldra, hjónaskilnaðir og
minnkandi fjölskyldufesta auka á óöryggi og
þar með vanlíðan margra barna. Börnum sem
koma frá sundruðum heimilum fer fjölgandi.
Vegna mikils vinnuálags, ekki sist á mæðrum,
eru tengsl foreldra og barna mun minni en áð-
ur. Börnin verða oft útundan vegna strangrar
lífsbaráttu eða vegna óska um aukna velmegun.
Einstæðir foreldrar eiga við mesta erfiðleika
að etja þar eð afkoma heimilis krefst nú
tveggja fyrirvinnandi aðila. Stjórnvöld veita
þessum fjölskyldum ekki nægilega aðstoð.
Verulegur fjöldi barna gengur nær sjálfala á
daginn og skortir leiðandi hönd og dagvistun.
Börn verða sjálfstæð yngri en fyrr, og í um-
brotum gelgjuskeiðsins týna sum þessara barna
áttum. Börn eru mjög háð foreldrum sínum og
heimilum. Þeim börnum sem lítil tengsl hafa
við foreldra er mun hættara við t.d. vímuefna-
neyslu en hinum sem góð tengsl hafa. „Á mis-
jöfnu þrífast börnin best,“ er í raun mótsögn.
Góðar gáfur einar sér virðast ekki duga
mörgum unglingum til þess að ná góðu tak-
marki. Léleg hjúskaparaðlögun foreldra, lítil
umhyggja og hlýja, ósamræmi foreldra í upp-
eldi tengjast andlegri vanlíðan, lélegum náms-
árangri og slæmum lífsstíl barna og unglinga.
Börn sem koma frá sundruðum heimilum
verða frekar sjúkdómum að bráð og vistast
mun meira á stofnunum en þau börn sem eiga
trausta að.
Nú fer fæðingum fækkandi og er svo komið
að íslendingum er hætt að fjölga. í mörgum til-
fellum endurspeglar þessi staðreynd erfiða lífs-
baráttu foreldra en í öðrum tilfellum auknar
menntunarkröfur, vaxandi kröfur um velmeg-
un og/eða tísku. Fleiri ástæður geta legið að
baki þessari þróun. Hér er verðugt rannsókn-
arefni fyrir stjórnvöld.
Samfara miklu vinnuálagi hefur vinnustreita
aukist gífurlega og margs konar sjúkdóms-
ástand ( t.a.m. háþrýstingur, magabólgur og
gigt) fylgir í kjölfarið. Þar eð stéttarfélögin
virðast ekki hafa bolmagn til aðgerða gegn
þessu sýnist mér hér vera verkefni fyrir t.d.
foreldrafélögin í landinu.
Skólinn verður að sinna mun meira fræðslu
um uppeldi, mannvernd og um kosti trausts
fjölskyldulífs. Margir ungir foreldrar virðast
ekki þekkja grundvallaratriði í uppeldis- og
fjölskyldumálum.
Uppeldismál eru háð efnahags- og félagsmál-
um og engu auðleystari. Fagna ber því sem vel
er gert svo sem tillögum Félagsmálaráðuneyt-
isins um lausn húsnæðisvandans fyrir þá verst
settu. Upplausn heimila er vaxandi vandamál
og ungt fólk óttast að það verði enn stærra
vandamál í náinni framtíð.
Við leysum ekki vandamál fjölskyldunnar
með lengingu vinnutímans.
Við leysum ekki unglingavandamál með
stofnanabyggingu „úr alfaraleið".
Við hömlum ekki gegn vaxandi upplausn
heimila með því eingöngu að fjölga sérfræð-
ingum í sálar-, uppeldis- og læknisfræði. Börn
og unglingar þarfnast öryggis, hlýju og leiðandi
handar.
Við leysum þessi vandamál frekar með að-
gerðum er styrkja fjölskyldu og heimili. Ung
börn og unglingar sem eru í skóla verða að
eiga öruggan samastað. Auðveldara er að fá
fjárstuðning til þess að byggja eða reka með-
ferðarstofnanir fyrir unglinga og gamalt fólk en
að fá fjárstuðning eða aðra aðstoð við fjöl-
skyldur sem er vitaskuld mannúðlegri og ódýr-
ari leið. Við búum nú við meira stofnanarými
en nokkur önnur Evrópuþjóð.
Leiðrétta verður misrétti í þjóðfélaginu;
tengt húsnæðisvandamálum ungs fólks
- launamun karla og kvenna - efnahags- og
félagsstöðu einstæðra foreldra - hag smá-
barnaforeldra - og dagvistunarmálum.
Stjórnmálamenn verða að huga betur að
þessum málum en hingað til. Ef ekki verður
breyting á verður í framtíðinni að gera ráð fyr-
ir stofnanarýmum vegna sjúkdóma og vanlíð-
unar.
Æskan 63