Æskan - 01.12.1989, Side 67
„Æ, ó,“ stundi hann milli hóstakvið-
anna. „Ég flnn svo mikið til. Slepptu
mér, slepptu mér, hænuskratti.“
Þarna hékk hann í lausu lofti og
grenjaði og öskraði.
„Mamma, mamma, hjálpaðu mér, ó,
ó!“
En ópin báru engan árangur. Hann
sveiflaðist bara hraðar og hraðar í
goggnum á hænunni.
Skyndilega fann Snepill að hann
hlunkaðist niður á gólfið. Síðan vissi
hann ekki af sér.
Þarna lá vesalings Snepill og vissi
hvorki í þennan heim né annan. Hæn-
urnar höfðu safnast saman til að skoða
þetta undur. Þær ýttu með goggnum í
litla músadrenginn en síðan gengu þær
burtu og gögguðu ofurlítið um leið.
Snepill kom ekki til meðvitundar
fyrr en eftir langa stund. Hann skildi
ekkert hvar hann var niður kominn.
Þegar hann ætlaði að skríða af stað
áleiðis heim gat hann ekki hreyft sig
því að hann fann svo mikið til í skott-
inu.
Um leið mundi hann allt.
Aumingja Snepill hneig niður há-
grátandi. Hann grét svo að tárin runnu
niður litla músavangana.
„Æ, mamma, komdu nú og hjálpaðu
mér!“
En inni í músaholunni var músa-
mamma að koma börnum sínum í ró.
Hún strauk þreytulega um ennið um
leið og hún sagði:
„Nú skuluð þið fá að eta en síðan
farið þið beint í háttinn.“
Ró færðist yfir músahópinn. Þau
settust í kringum borðið og tóku
hraustlega til matar síns.
„Æi, hvar er nú Snepill?“ spurði
músamamma.
„Ég hef ekki séð hann!“ kvað við úr
öllum litlu músamunnunum.
Músamamma gekk inn og gáði í
hvern krók og kima en sá Snepil litla
hvergi.
„Nú skuluð þið borða og fara svo
beint í rúmið. Ég ætla að fara og athuga
hvort hann hefur ekki laumast til
pabba síns. Munið að þið eigið að vera
stillt og góð.“
Músamamma fór rakleiðis að hol-
unni þar sem nýja heimilið þeirra átti
að vera. En þar hafði enginn séð til
ferða Snepils. Þau fóru þá í halarófu
fram göngin og út í hænsnakofann.
Ekki leið á löngu þar til Fúsi kom auga
á Snepil þar sem hann lá grátbólginn
og örmagna.
„Pabbi, mamma,“ stundi Snepill og
reyndi að hjúfra sig upp í fangið á
þeim. En við minnstu hreyfingu fann
hann svo mikið til í skottinu að tárin
byrjuðu óðar að renna niður litlu músa-
vangana.
Pabbi og Fúsi tóku Snepil varlega á
milli sín og báru hann inn í holuna
hans Fúsa.
í marga daga lá Snepill litli fárveikur
og illa farinn. Þegar músafjölskyldan
fluttist í nýju húsakynnin var hann
skilinn eftir hjá Fúsa. Þar átti hann að
vera meðan honum væri að batna.
Reyndar var hann feginn þegar systkini
hans fóru. Þau voru alltaf að hoppa og
hamast í kringum hann svo að hann
varð stundum dauðþreyttur á öllum
látunum.
Fúsi annaðist músadrenginn vel og
mamma hans kom líka á hverjum degi
og hlúði að honum eins vel og hún gat.
Dag nokkurn, þegar Snepill var orð-
inn sæmilega hress og tölti um í hol-
unni, rann upp fyrir honum ógnvekj-
andi staðreynd. Hann hringsnerist á
gólfinu. Þetta var ægilegt. Hann hafði
verið svo veikur að hann hafði ekki
veitt því athygli að mikill hluti af skotti
hans var horfinn.
Hann var orðinn kófsveittur af angist
og ótta þegar mamma hans birtist allt í
einu.
„Hvað gengur eiginlega á fyrir þér,
væni minn?“ spurði hún áhyggjufull.
„Þa. . þa. . það va. . vantar á mig
skottið,“ sagði Snepill og leit tárvotum
augum á mömmu sína.
Músamamma tók drenginn sinn í
fangið og hughreysti hann. En Snepill
grét sárt uns hann sofnaði í fanginu á
henni. Eftir þetta atvik hðu margir
dagar þangað til Snepih fékkst til að
fara úr rúminu aftur.
Smám saman sætti hann sig við orð-
inn hlut og eftir þetta gætti hann þess
að gera aldrei það sem hann vissi að
hann mátti ekki gera. Hann fluttist
heim til músafjölskyldunnar og eftir
skamman tíma tók enginn eftir því að
það vantaði hluta af skottinu hans
Snepils.
Mýsnar bjuggu í holunni í hænsna-
kofanum það sem þær áttu ólifað. Þar
sást kötturinn aldrei og eftir atvikið
með Snepil litla létu hænumar þær allt-
af í friði. Þeim leið því mjög vel og
undu þær hag sínum hið besta.
Æskan 67