Æskan - 01.12.1989, Side 17
„Ég lék smávegis í „Stellu í orlofl“ og
smávegis í „Skilaboðum til Söndru," segir
Gagga. „Svo lék ég í tveimur auglýsingum.
Önnur var um myndina Ronju Ræningja-
dóttur og hin var um maltöl."
Högni segir að sér finnist miklu
skemmtilegra að leika í Pappírs-Pésa held-
ur en auglýsingum.
„Við krakkarnir vorum alltaf í svo
miklu fjöri í Pappírs-Pésa en þegar maður
leikur í sjónvarpsauglýsingum má aldrei
neitt fikta inni í myndverinu."
„Ég er sko sammála þessu!“ segir
Gagga af innlifun.
Hvernig fenguð þið hlutverkin í
Pappírs-Pésa?
„Það var auglýst í Dagblaðinu eftir leik-
urum og mamma sendi mynd af mér,“ '
segir Manni. „Síðan var hringt í mig og ég
beðinn að leika í þáttunum."
Gagga segir að það hafi verið beðið um
að hún léki í þáttunum og hún hafl verið
alveg til í það:
„Það eru ekki margir leikarar í minni
fjölskyldu en nokkrir kvikmyndagerðar-
menn. Guðný Halldórsdóttir kvikmynda-
gerðarmaður er til dæmis móðursystir
mín.“
„Mamma mín lék í „í skugga hrafnsins,"
segir Högni en Manni segist enn þá vera
eini leikarinn í sinni fjölskyldu.
Hvað átti ég að segja?
Þau segjast ekki hafa þurft að læra mik-
inn texta fyrir þættina:
„Það er lítið sem við segjum," svarar
Gagga. „Yfirleitt er það þulur sem talar.“
„Einu sinni ruglaðist ég nú samt!“ segir
Högni. „Ég átti að kalla: „Slepptu,
slepptu!" en mundi ekkert hvað ég átti að
segja svo að ég sagði bara: „Hvað átti ég
að segja?“„
„Ég gleymdi líka einu sinni einhverju
sem ég átti að segja," segir Manni. „Ég
þagði bara alveg þangað til einhver skrif-
aði setninguna, sem ég átti að segja, á
blað og lyfti því svo að ég gæti séð hana.“
Hvenær var byrjað að taka upp
* þættina og hvar voru þeir myndað-
ir?
Högni svarar:
„Það var byrjað að taka upp í fyrra.
Manni var ekki með í fyrsta þættinum en
svo voru gerðir nokkrir sem hann leikur í.
Þættirnir voru teknir upp á Jökulsárlóni, í
Hafnarfirði, hjá skósmið í Reykjavík og
svo var smávegis tekið upp við Geysi og á
fleiri stöðum."
„Og í Garðabæ. . .“ skýtur Gagga inn í.
„Við krakkarnir vorum alltaf í svo miklu fjöri í Pappírs-Pésa en þegar maður leikur í
sjónvarpsauglýsingu má aldrei neitt fikta inni í myndverinu."
ÆskaJi 17