Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 17

Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 17
„Ég lék smávegis í „Stellu í orlofl“ og smávegis í „Skilaboðum til Söndru," segir Gagga. „Svo lék ég í tveimur auglýsingum. Önnur var um myndina Ronju Ræningja- dóttur og hin var um maltöl." Högni segir að sér finnist miklu skemmtilegra að leika í Pappírs-Pésa held- ur en auglýsingum. „Við krakkarnir vorum alltaf í svo miklu fjöri í Pappírs-Pésa en þegar maður leikur í sjónvarpsauglýsingum má aldrei neitt fikta inni í myndverinu." „Ég er sko sammála þessu!“ segir Gagga af innlifun. Hvernig fenguð þið hlutverkin í Pappírs-Pésa? „Það var auglýst í Dagblaðinu eftir leik- urum og mamma sendi mynd af mér,“ ' segir Manni. „Síðan var hringt í mig og ég beðinn að leika í þáttunum." Gagga segir að það hafi verið beðið um að hún léki í þáttunum og hún hafl verið alveg til í það: „Það eru ekki margir leikarar í minni fjölskyldu en nokkrir kvikmyndagerðar- menn. Guðný Halldórsdóttir kvikmynda- gerðarmaður er til dæmis móðursystir mín.“ „Mamma mín lék í „í skugga hrafnsins," segir Högni en Manni segist enn þá vera eini leikarinn í sinni fjölskyldu. Hvað átti ég að segja? Þau segjast ekki hafa þurft að læra mik- inn texta fyrir þættina: „Það er lítið sem við segjum," svarar Gagga. „Yfirleitt er það þulur sem talar.“ „Einu sinni ruglaðist ég nú samt!“ segir Högni. „Ég átti að kalla: „Slepptu, slepptu!" en mundi ekkert hvað ég átti að segja svo að ég sagði bara: „Hvað átti ég að segja?“„ „Ég gleymdi líka einu sinni einhverju sem ég átti að segja," segir Manni. „Ég þagði bara alveg þangað til einhver skrif- aði setninguna, sem ég átti að segja, á blað og lyfti því svo að ég gæti séð hana.“ Hvenær var byrjað að taka upp * þættina og hvar voru þeir myndað- ir? Högni svarar: „Það var byrjað að taka upp í fyrra. Manni var ekki með í fyrsta þættinum en svo voru gerðir nokkrir sem hann leikur í. Þættirnir voru teknir upp á Jökulsárlóni, í Hafnarfirði, hjá skósmið í Reykjavík og svo var smávegis tekið upp við Geysi og á fleiri stöðum." „Og í Garðabæ. . .“ skýtur Gagga inn í. „Við krakkarnir vorum alltaf í svo miklu fjöri í Pappírs-Pésa en þegar maður leikur í sjónvarpsauglýsingu má aldrei neitt fikta inni í myndverinu." ÆskaJi 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.