Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1989, Side 19

Æskan - 01.12.1989, Side 19
sérstaklega af því aö ég var ekkert skammaður fyrir það!“ Manni segir að sér hafi þótt kassabíla- keppnin skemmtilegust: „Mér fannst alveg frábært að ýta kassa- bílnum," segir hann. Göggu fannst skemmtilegast þegar ver- ið var að mynda við Jökursárlón: „Það var svo gott veður þar, sólskin og heitt allan tímann. Svo voru margir með í myndatökunni og það var mjög skemmti- leg helgi. Annað atriði þótti mér skemmtilegt en það var þegar við Högni vorum að hringja dyrabjöllu í Hafnarfirði." sumur. í fyrrasumar var ég í sveit fyrir norðan en núna vorum við mest allt sum- arið að vinna í Pappírs-Pésa.“ Leikarar verða að gæta þess að vera í sömu fötunum Gerðuð þið aldrei neinar vitleys- ur? Nei, ekki segjast þau muna eftir því, nema Gagga sem segir: „Jú, einu sinni byrjaði ég að leika í jakka ’^rakkarnir vildu ekki vera með Manna. Honum leiddist svo mikið að hann teiknaði pappírsstrák ® blað. Síðan fór hann að lesa í bók en á meðan lifnaði Pappírs-Pési við. . „Við vorum uppi á sviði í skólahúsinu þar sem við gistum og lékum alls konar skemmtiatriði. . .“ yfir peysunni. Síðan varð svo heitt að ég fór úr jakkanum. Það olli því að alla mynd- ina varð ég að leika á peysunni einni. Þá varð stundum kalt því að það var auðvitað ekki jafnhlýtt alla dagana! Það þýðir ekk- ert að skipta oft um föt þegar myndin á að gerast sama daginn. Það eru slíkir hlut- ir sem leikarar verða að gæta að.“ Högni viðurkennir að hafa einu sinni orðið þreyttur við upptöku: „Það var á æfingu á atriði um loftbelg. Þá þurfti ég að hlaupa, hlaupa og hlaupa.( Stundum nennti ég ekki að hlaupa og þá þurfti leikstjóri að hlaupa með mig. Hann þurfti meira að segja að draga mig því að ég nennti ekki að vera með! Síðan ætlaði ég að sprauta á leikstjórann með vatns- byssunni minni en hann náði henni af mér og sprautaði vatni á mig!“ segir hann hlæj- andi. Högni man eftir öðru fyndnu atriði. „Einu sinni höfðum við Gagga verið að hrista dós. Við opnuðum svo dósina og gosið þeyttist um allt. Það var opin þak- lúga á bílnum hjá leikstjóranum og fram- kvæmdastjóranum, Ara og Villa og gosið þeyttist allt inn um lúguna! Þeir urðu rennandi blautir og bálreiðir við okkur Göggu. En mér fannst þetta fyndið!" „Mér líka. .!“ segir Gagga og skellihlær. Haldið þið að allir aldurshópar eigi eftir að hafa gaman af Pappírs- Pésa? „Já alveg frá smábörnum upp í hundrað ára öldunga!" svarar Gagga. Það þarf varla að spyrja þau hvort þau ætli að verða leikarar í framtíðinni: „JÁ - ALVEG ÖRUGGLEGA," svara þau öli. Æskan 19 Helgina, sem tekið var upp við jökuls- árlón, varð Manni 10 ára og seint á laugar- dagskvöldinu, þegar búið var að mynda, var haldin afmælisveisla fyrir hann: „Það var alveg frábært," segir Högni. „Við vorum uppi á sviði í skólahúsinu þar sem við gistum og lékum alls konar skemmtiatriði. Svo fengum við að sofa uppi á sviðinu. Við vildum ekki fara að sofa og fórum að njósna um Herdísi sem skrifaði fyrstu söguna um Pappírs-Pésa og Týru en hún var að skrifa." Manni tekur í sama streng: „Það var langskemmtilegast við Jökuls- árlón. Það var svo gaman að fá að sofa í skólanum." Þegar ég spyr hvort þau hafi ekkert verið feimin við að vera með ókunnugu fólki segja þau öll NEI: „Ég er svo vanur að vera að heiman," segir Manni. „Ég hef farið í sveit í mörg

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.