Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1989, Side 15

Æskan - 01.12.1989, Side 15
Honum þótti svo gaman að : opna pakka! Hann stakk öllu sem honum leist vel á í pokann \ sinn og krakkamir höfðu ekki roð við honum. j - Hann eyðileggur allt fyrir \ okkur, sagði einhver grátandi. 3 - Fjandans jólasveinn . . . tautaði annar. í - Við verðum að henda I honum út, hvíslaði Erlendur \ Páll að Kára. \ Þeir söfnuðu liði. En |i jólasveinninn hristi þá af sér íl eins og flugur og Kári kennari !j þeyttist út í vegg. i - Nú sæki ég skólastjórann, s sagði Kári þegar hann stóð upp J aftur. í Krakkarnir hlupu niður stigana því að nú var ballið að j: byrja og jólasveinninn kom í 2 loftköstum á eftir þeim. Þegar \ hann kom inn í danssalinn fékk í hann algjört víðáttubrjálæði. • Hann æddi um gólfið og snerist hring eftir hring. Hann þreif í stelpurnar eina af annarri og sópaði með þeim gólfið í dansinum. Sumar voru hræddar !j en aðrar fokvondar. jj Skólastjórinn kom í gættina. 5 Hann horfði lengi á hinn j óboðna gest. Svo gekk hann upp í diskóbúrið og settist þar. 'i Hann hafði ekki augun af l jólasveininum. Það var h greinilegt að hann ætlaði að : fylgjast vel með honum. j: Erlendur Páll var að dansa | við Röggu. Það var rólegt lag i og hann var búinn að bíða j lengi, lengi eftir þessari stund. I Hann tók fast utan um Röggu l og honum leið óskaplega vel ?■ begar allt í einu var kippt í jj hann. í - Fyrirgefðu vinur! sagði « Sveinki og kippti Röggu af i! honum. Þú mátt eiga þessi spil f 1 staðinn, sagði hann og rétti i Erlendi lítinn rauðan spilapakka í sem hann hafði tekið af einhverjum krakkanum upp í stofunni áður. Erlendur Páll stóð gapandi eftir með spilin í hendinni. Ef augnaráð hefði getað drepið hefði jólasveinninn ekki lifað lagið af . . . Þegar jólasveinninn var orð- inn leiður á að dansa byrjaði hann að tína jólaskrautið ofan af veggjunum og stinga því í pokann sinn. Skólastjórinn og allir kennaramir reyndu að stöðva hann og allt fór í háaloft. En jólasveinninn var ótrúlega fljótur að tína ofan af veggjunum og brátt var ekkert eftir nema loftið. - Þú eyðileggur allt, fíflið þitt, vældu krakkamir. - Getum við ekki hringt í lögguna? spurði einhver. Erlendur Páll var búinn að fá nóg og Ragga líka. Hún var dauðþreytt eftir dansinn við jólasveininn. Þau laumuðust fram á gang og sóttu úlpumar og skóna. Þau voru að snarast út úr dyrunum þegar þau heyrðu mikil hróp og köll og jólasveinninn kom hlaupandi fram ganginn og dró fullan pokann á eftir sér. - Bíddu eftir mér! hrópaði hann. En krakkamir biðu ekki. Þeir hlupu af stað og hentust yfir skólalóðina. - Bíddu . . . bíddu! hrópaði Sveinki. Hann var heldur seinni á sér en fyrr um kvöldið því að pokinn var svo þungur. Erlendur leit við og sá hann henda pokanum frá sér á hlaupunum til þess að vera léttari á sér. Nú var hann alveg að ná þeim. Erlendur neytti síðustu kraftanna og herti á sprettinum eins og hann gat. - Eg get ekki meira, másaði j Ragga. \ - Þú verður, hvæsti Erlendur \ Páll. Við emm að koma heim. •j - Þú ert með spilin mín! { kallaði jólasveinninn. Erlendur \ fann andardrátt jólasveinsins á í hálsinum og tók ‘j lokasprettinn . . . 5 Hann fékk þungt högg þegar } hann hentist fram á gólf. Hann : æpti af öllum lífs og sálar j kröftum. En hvað var þetta? = Hvar var jólasveinninn? Hann S lá vafinn í sængina á gólfinu í i herberginu sínu og hafði ekkert l verið á balli. Nú mundi hann allt. •i Skólaballið var í kvöld. Hann l j leit upp í gluggann. Það var j farið að birta. \ Hann skreiddist fram á !; klósett og þvoði sér. Hann var \ svo einkennilegur í höfðinu og í þreyttur í fótunum eftir öll ! hlaupin . . . I Þegar hann gekk fram hjá ; glugganum með skónum sá í hann að svarti skórinn hans var í við hliðina á skóm litlu i krakkana. Pési asni hafði þá I gert alvöru úr hótuninni um að j setja skóinn í gluggann. Fyrst j ætlaði hann að ganga fram hjá i eins og ekkert væri en svo bar í forvitnin hann ofurliði og hann \ gægðist ofan í skóinn: ; I honum var | RAUÐI SPILAPAKKINN sem jólasveinninn hafði gefið ; honum um nóttina. Æskan 15

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.