Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 45

Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 45
meira en hingad til og dregið úr v spennunni á milli ykkar? Rœddu málið við hann ef þú telur það ij raunhœft og átt gott með að tala H við hann. j Einnig getur verið gagnlegt j fyrir þig að velta fyrir þér hvort j þú getir breytt einhverju í eigin !t fari svo að þú ögrir mömmu * þinni ekki svona mikið. Breytt l framkoma af þinni hálfu gœti {, leitt af sér aðra framkomu henn- f- ar. ;j Dugi ekkert af þessu getur þú | leitað til ráðgjafa í skólanum ? þínum, hringt í neyðarsíma : Rauða krossins og rœtt málin L eða haft samband við unglinga- ráðgjöfina í Reykjavík. j’ Lítil brjóst í í Elsku, kæra Æska! Ég á í miklum erfiðleikum j með sjálfa mig því að ein vin- { kona mín, sem er einu ári eldri ; en ég, er með voða stór brjóst. { Fyrir ári þegar hún var jafn- ;■ gömul og ég er núna þá var hún 'i ekki með mikið minni brjóst en i; hún er með núna. En ég, vand- ». ræðagemlingurinn, er með svo ; lítil brjóst að ég hef áhyggjur. f Hvað á ég að gera? Ég veit um r, margar stelpur sem eru jafn- !• gamlar mér og ári eldri og með { stærri brjóst en ég. En svo er það annað vanda- f mál. Ég byrjaði að vera með l strák í fyrrasumar. Hann á } heima langt frá mér en ég hélt sambandi við hann í allan vetur. En í sumar þegar ég hitti hann aftur þá vildi hann ekkert tala við mig svo að ég tók það þann- ig að hann væri búinn að segja mér upp. Þá byrjaði annar strákur að reyna við mig. Hann sagðist vera byrjaður að vera með mér en hann var svo feiminn að hann þorði ekki að tala við mig. Svo var ég að frétta það frá vin- um mínum að hann væri búinn að segja mér upp. En hann hafði aldrei talað við mig. Hvað á ég að gera. A ég að líta svo á að hann sé búinn að segja mér upp? Hvað lestu úr skriftinni minni? Hvað heldurðu að ég sé gömul? Með fyrir fram þökk, Krúsíndúllan. Svar: Brjóstastœrð er ákaflega ein- staklingsbundin og brjóst vaxa mishratt eins og annað. Ekki eru allir krakkar jafn- stórir þó að þeir séu jafngamlir. Eins er það með alla aðra lík- amshluta. Ef þú skoðar t.d. nef og hökur krakkanna í bekknum þínum þá sérðu hve ólíkt þetta er. Allt hvert með sínu lagi. Þess vegna er út í bláinn að bera brjóst sín saman við önnur. Þau eru sérstök fyrir hverja stúlku. Hins vegar er það mjög algengt f að unglingsstúlkur hafi áhyggj- l ur af brjóstunum, að þau séu {• annaðhvort of stór eða of lítil. !; Best er að reyna að taka vel 3 þeim breytingum sem verða á i eigin líkama, reyna að hugsa já- l kvœtt og þora að kynnast breyt- { ingunum af forvitni og gleði. !j Reynslan sýnir að jafnvel þó að i j eitthvað sé öðruvísi við líkam- 1 ann en maður helst óskar þá má í alltaf finna eitthvað jákvœtt og | fallegt. Þannig má rœkta með ( sér stolt og virðingu fyrir eigin f; líkama og er það mikilvœgt j; veganesti í lífinu. Þetta á ekki j! síst við þegar þú ferð síðar meir f að ákveða hver eigi að snerta f líkama þinn eða hvað þú eigir ji að bjóða líkama þínum upp á í ■j mat og drykk. Það er ekki hœgt j að bjóða því sem manni finnst 3 fallegt og kœrt upp á hvað sem j er. { Hvað varðar seinna málið sem þú minnist á þá er nú best að vera ekkert með túlkanir. Hvað hefur þú sjálf hugsað? Einfaldast er að fá úr málinu skorið með því að tala við dreng- inn. Skriftin virðist vera nokkuð óþroskuð og fljótfœmisleg á köflum. Ég giska á að þú sért á aldrinum 11-13 ára. Augun ætla út úr höfðinu á honum Kæra Nanna Kolbrún! Ég er í svolitlum vandræðum sem ég vona að þú getir hjálpað mér að leysa. Þannig er mál með vexti að í sumar var strákur að vinna hjá pabba mínum. Ég var oft að tala við þennan strák sem við skulum nefna „A“. Hann var afskaplega almennilegur við mig og sýndi engin merki um það að hann þyldi mig ekki. En þegar einhver spyr hann hvort hann þekki mig gefur hann alltaf óbeint til kynna að honum finnist ég hundleiðinleg. En alltaf þegar hann sér mig ætlar hann alveg að missa úr sér augun, snýr sér við og starir á eftir mér og hvíslar síð- an alltaf einhverju að þeim sem hann er með. Hvað meinar hann með þessu? Ég vona að þú getir hjálpað mér. Es.: Hvað lestu úr skriftinni? Með fyrirfram þökk, Stefanía G., Reykjavík. Svar: Það getur verið erfitt að túlka slík skilaboð „rétt“. Varla missir liann úr sér augun nema um ein- •■ hvern áhuga sé að rœða, annað- ■j hvort jákvœðan eða neikvœðan. j Báðir möguleikar koma til greina. \ Trúlega er bestfyrir þig að taka :• mest mark á því sem þú sjálf hef- '\ ur reynslu af í samskiptum ykkar ! og leggja minni trúnað á þœr j sögusagnir sem þú heyrir. Eigin ■- dómgreind er besti mœlikvarðinn. r Ef þið eruð góðir vinir gœtir þú f; fcert þetta beint í tal við hann. íi Annars verður tíminn og reynslan j að leiða í Ijós hið sanna í málinu. ] Ég giska á að þú sért 12-13 ára. [ Skriftin er snotur með „stíl“ og r. kannski ert þú þó nokkuð ákveðin ÍÍ ogföstfyrir. i Með kœrri kveðju, $ Naitna Kolbrún. { í * J Æskan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.