Æskan - 01.12.1989, Page 53
húsið sýndi og hét „Valborg og bekkurinn", en
þar lék ég bekkinn. Annars vil ég helst nefna
öll hluverkin mín en þá þ/rftuð þið að bæta
síðum í blaðið svo að ég sleppi því.
Hvar lærðir þú að leika. . . . í hvaða
skóla?
Ég var í fjögur ár við nám í Leiklistarskóla ís-
lands en annars hef ég lært best að leika með
því að fylgjast með fólki og reyna að skilja
bæði það og sjálfan mig.
Lærðir þú leikstjórn þar líka?
Nei. Ég hef aldrei lært leikstjórn heldur hef ég
reynt að notfæra mér reynslu mína sem leikari
og höfundur þegar ég hef stjórnað leikritum.
Leikstjórn er ekki kennd í Leiklistarskólanum.
Ég hefði raunar örugglega ekki tekið þá stefnu,
þótt í boði hefði verið, þar sem ég ætlaði mér
aldrei að verða leikstjóri.
Hefur þú stundað nám í tónlistarskóla?
Já, ji Ég lærði á trompet í fimm ár í Tón-
listarskóla Mosfellssveitar, og ein þrjú ár á
píanó.
Hverju þakkar þú að þér er lagið jafnt
að leika, semja texta og lög og færa
leikrit á svið. . .?
Ja, nú gerið þið mig heimaskítsmát. . . Ætli ég
geti þetta ekki sæmilega af því að ég trúi sjálf-
ur að ég geti það. Ég held að það sem maður
ætlar sér takist á endanum ef maður trúir statt
og stöðugt að maður geti það - sama hve
vonlaust það virðist í byrjun.
Er listfengt fólk í ættum sem að þér
liggja?
Já, mikil ósköp. Ég er skyldur mörgum ágætum
hagyrðingum og hannyrðafólki. Munurinn er
bara sá að ég er sá eini í fjölskyldunni sem eitt-
hvað hefur látið á sér bera. Hinir eru allir svo
hógværir.
Fékkstu við að semja vísur og lög á
barns- og unglingsaldri? Manstu vísu eft-
ir þig frá þeim tíma?
Ég orti heilmikið sem barn en því miður man
ég ekki neitt af þeim kveðskap. Það sem ég
orti á unglingsárum voru oftast háðvísur um
nafngreinda menn - svo að ég verð eiginlega
að segja pass við þessari spurningu.
Hefur þú leikið í hljómsveit? Á hvaða
hljóðfæri?
Ég starfaði með Skólahljómsveit Mosfellssveit-
ar í mörg ár, en það er lúðrasveit. Einnig
stofnaði ég einhvers konar unglingahljómsveit
ásamt skólafélögum mínum þegar ég var 16
ára. Þar lék ég á trompet. Sú hljómsveit varð
ekki langlíf og lifði reyndar ekki nógu lengi til
að hljóta nafn.
Hver eru helstu leikverk sem þú hefur
þýtt og samið?
Þau eru orðin býsna mörg og ég veit ekki hver
ég á að telja helst af þeim. Af þýddum verkum
dettur mér helst í hug að nefna „Vatzlav",
„Járnhörpuná', „Maraþondansinn", „Hremm-
ingu“, „Af illri rót“, og „Ofurefli", en það sem
ég hef samið, eða tekið þátt í að semja, eru yf-
irleitt þættir fyrir útvarp eða sjónvarp. Ég skal
þó minnast á útvarpsþættina „Sama og þegið",
svakamálaleikritin „Með öðrum morðum",
^ y* ‘ \
i m v V
„Eftirlætisjólasveinar Péturs? - Ríkisstjórnin.
1 áramótaskaup Sjónvarpsins 1985 og 1986,
sjónvarpsþættina „Spaugstofan" og „ ’89 á
Stðinni” og söngdagskrána „Allt er fertugum
fært“, sem var leikin á Arnarhóli 17. júní 1984.
Og svo man ég áreiðanlega eftir einhverju sem
mér finnst miklu merkilegra þegar blaðið er
komið út.
Eru gamanhlutverk þín fleiri en hlut-
verk í leikritum alvarlegs eðlis? Kanntu
því vel?
Ég hef í rauninni aldrei leikið hreinræktað
gamanhlutverk á leiksviði. Það hef ég hins veg-
ar gert í sjónvarpi og kvikmyndum og þau
verk sjá miklu fleiri en þeir sem sjá mig á svið-
inu. Þess vegna er ég kannski einkum þekktur
sem gamanleikari. Sennilega hef ég þó leikið
fleiri „alvarleg" hlutverk ef allt er talið og mér
þykir ekki síður skemmtilegt að fást við þau.
Hefur þú oft leikið jólasvein?
Nei, ekki oft, en ég hef þó prófað það.
, Finnur þú til skyldleika við nokkurn
hinna 9 eða 13 íslensku jólasveina?
Ljósmynd: Jóhannes Long
Það er þá helst Stúfur. . . Ég veit ekki alveg
hvers vegna. . .
Hvaða hugmyndir gerðir þú þér um
jólasveina þegar þú varst barn?
Ég vissi að jólasveinarnir voru 14. Þessir þrett-
án sem nafngreindir eru í þulunni - og svo
einn í viðbót sem hét Ómar Ragnarsson.
Hvað manstu best frá bernskujólum?
Ég man best hvað mér þótti fullorðna fólkið
óþolandi lengi að borða á aðfangadagskvöld.
Ég hlakkaði svo til að opna pakkana að líklega
hef ég hvað eftir annað sett heimsmet í hrað-
áti.
Hvað er þér minnisstæðast frá vetrar-
leikjum á árum áður?
Mér eru mjög minnisstæðir gömlu skíðasleð-
arnir, eða sparksleðarnir. Þeir voru stór-
skemmtileg farartæki en höfðu reyndar þann
ókost að það var illmögulegt að renna sér á
þeim annars staðar en á götunni. Sennilega er
það þess vegna sem þeir hafa ekki sést hér í
fjölmörg ár.
Æskan 53