Æskan - 01.12.1989, Side 50
eftir Elísabet Ósk
Oddný var inni í herbergi að pakka
inn jólagjöfinni til mömmu sinnar þeg-
ar mamma hennar kom inn til hennar.
„Oddný, ég verð að segja þér svolít-
ið,“ sagði hún.
„Hvað?“
„Þú hefur kannski tekið eftir því
hvað hann pabbi þinn er lítið heima
núna.“
„Já, þið sögðuð að það væri út af því
að hann þyrfti að vinna svo mikið.“
„Því miður sögðum við þér ekki satt.
Við pabbi þinn erum að skilja. Við vild-
um ekki taka áhættuna að segja þér
það strax því að við þurftum að jafna
okkur.“
„Nei, nei! Ég trúi þér ekki. Þú ert að
skrökva."
Hugsanir flugu um í höfðinu á Odd-
nýju. Allar skemmtilegu útilegumar
sem fjölskyldan hafði farið í. Allar sam-
vemstundirnar, allt, allt, allt.
Oddný fór að gráta.
„Oddný mín! Ég veit hvað þetta er
erfitt. Ég lenti í þessu líka. Þegar ég var
| 11 ára skildu mínir foreldrar. Þú verður
| smátíma að jafna þig. Þú verður hjá
| mér fyrst um sinn en færð að hitta
| pabba þinn eins oft og þú vilt.“
| Oddný var viss um að hún myndi
I aldrei jafna sig. Hún var 10 ára og átti
| eina systur sem var 13 ára. Hún hét
1 Sjana.
| „Ertu búin að segja Sjönu frá
i þessu?“
| „Já.“
I Mamma hennar stóð upp og gekk
| út.
| Oddný velti því fyrir sér hvernig
| hægt væri að lifa án pabba á heimilinu.
| Hún var reið við einhvern, einhvem
1 sem eyðilagði ævi hennar.
| Við kvöldmatarborðið var mjög
| þungt andrúmsloft. Sjana og Oddný
| vom báðar rauðeygðar en mamma
| þeirra reyndi eftir því sem hún best gat
| að skemmta þeim þar til Sjana sagði:
| „Æi, mamma! Ekki vera að þessu.
| Maður saknar pabba enn meira þegar
| þú ert svona skemmtileg eins og
| pabbi."
| Síðan stóð hún upp og fór inn í her-
| bergi.
| Oddnýju langaði að gera hið sama
| en þorði það ekki.
| „Þú mátt líka fara ef þú vilt.“
1 Oddný gat ekki haldið niðri í sér
| grátinum og hljóp inn í herbergi.
| Um kvöldið gat hún ekki sofnað.
| Hún lá vakandi og hugsaði um pabba
1 sinn. Allt í einu kom mamma hennar
| inn. Hún settist á rúmið hjá henni og
| þagði. Oddnýju fannst þægilegt að
| horfa bara í augun á henni og tala
1 ekki. Ef bara pabbi væri þama líka!
| Næsta morgun var seinasti dagur skól-
| ans fyrir jól. Mamma hennar vakti hana
1 ekki heldur leyfði henni að sofa áfram.
Hún vaknaði um ellefuleytið.
| „Mamma, því vaktirðu mig ekki?“
I „Astin mín, ég vissi að þú þyrftir að
1 jafna þig svo að ég vildi ekki vekja
I þíg “
| Dagarnir vom lengi að líða. Allir
1 heima vom í vondu skapi, allt var í
I drasli því að enginn hirti um að taka til.
| Allt í einu rann aðfangadagur upp.
1 Skapið batnaði ekkert hjá þeim þrem.
1 Systumar höfðu einu sinni heimsótt
1 pabba sinn. Mamma þeirra ók þeim til
| hans en neitaði að koma inn.
| Oddnýju fannst eins og hún væri að
| heimsækja ókunnan mann. Hún þekkti
| ekki þennan mann. Hann var þreytu-
\ legur, rauðeygður og þeim fannst hann
: hafa elst. Mest langaði Oddnýju til að
| hoppa upp í fangið á honum og sitja
l þar alltaf en þorði það ekki.
I Oddnýju langaði ekki að fara aftur til
1 hans en vildi það samt. Hún velti því
| fyrir sér hverjum þetta væri að kenna.
= Allt í einu hrökk hún upp við það að
| einhver sló létt á öxlina á henni. Hafði
= hún sofnað?
50 Æskan