Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1989, Side 72

Æskan - 01.12.1989, Side 72
hefur | Æskunnar að góðu kunn úr ? ivarps- I sýningum Leikbrúðulands og í varpið f; Brúðubílsins. Brúður eru því í vetur tíðir gestir á skjánum og fj fensen ;i skemmta áhorfendum, börnum r und- -i á öllum aldri, með gamansöm- ;] andum j um tiltektum og óvæntum ( uppátækjum. .1 Frá Húsavík til Flórída í Stundinni okkar er afar fjölbreytt efni eins og lesendur blaðsins kannast við. Þættir hafa verið gerðir um heimsókn umsjónarfólks til Húsavíkur og nágrennis - og ferð Völu og Reynis til Disney-heims í Flór- ída. Sýndir eru stuttir leik- þættir og einnig „löng“ leikrit, svo sem Leikhús Maríu eftir Herdísi Egilsdóttur, góðkunn- an höfund barnabóka og leik- rita, og Á róló eftir Guðrúnu Marínósdóttur leikkonu. Þætt- inum Málinu okkar er hleypt af stokkunum í tilefni af átaki í móðurmálskennslu barna og í Fræðsluhorninu eru fluttir ör- stuttir fræðsluþættir um margs konar efni. Föndurþættirnir njóta mikilla vinsælda; og svo mætti lengi telja. Af öðru efni fyrir lítið og stórt „smáfólk" má nefna Töfragluggann; þættina um Ævintýraeyjuna, Hagalín hús- vörð, Gosa, Sögur uxans og Antillópuna sem snýr aftur. Skrautlegur söfnudur úr „Sögum Uxans“. Tólf gjafir handa jólasveininum [ desember verða sýndir ný- ir þættir frá norska sjónvarp- inu og nefnast þeir Pernille og stjarnan. Brúðan Pernille er myrkfælin og fær því að gjöf skínandi stjörnu frá vini sínum, litla skógartröllinu Tralla. Stjarnan brotnar óvænt og illa gengur að koma henni saman á ný. . . Tólf gjafir handa jólasveinin- um; 12 stuttir, finnskir þættir, verða einnig sýndir í desemb- er. [ þeim er sagt frá litlum strák sem heitir Villi og á heima í Lapplandi. Þar eru ein- mitt heimkynni jólasveinsins, að minnsta kosti þess finnska! Stráksa flýgur í hug að færa sveinka gjöf á hverjum degi fram til jóla, hina fyrstu tólf dögum fyrir jól. En jólagjafirn- ar hans Villa eru ekki allar venjulegar. . . Á aðfangadag jóla verður endursýnd mynd um Pappírs- Pésa. Eftir áramót verða síðan Helga Steffensen, umsjónarmadur Stundarinnar okkar, með sívinsælar brúður. sýndir nokkrir nýir þættir um hann. Frá því er nánar sagt í viðtali við aðalleikarana, þrjá krakka, hér í blaðinu. Á Annan í jólum sýnir Sjón- varpið myndina Engan venju- legan dreng eftir sögu Iðunn- ar Steinsdóttur rithöfundar. Myndin er framlag Sjónvarps- ins til sam-norrænnar þátta- raðar fyrir börn. Eftir áramót verður brúðu- leikritið Mjallhvít frumsýnt. Leikgerð annaðist Leikbrúðu- land og tékkneski brúðuleik- húss-maðurinn Petr Matasek. Þá hefjast sýningar á hollenskri syrpu í 54 þáttum; um „voffs- ann værukæra", Tuma. Tuma er margt til lista lagt, m.a. að elda mat og tala mannamál. Einnig verður sýndur teikni- myndaflokkur um Skytturnar þrjár, byggður á víðfrægum sögum Alexanders Dumas. Hetjurnar í þessum flokki eru þó talsvert frábrugðnar hetjum í sögunum því að þær eru allar í dýralíki! Bangsi Bestaskinn Tumi, voffsinn værukæri Þetta látum við nægja um barnaefni Sjónvarpsins að sinni - þó að margt fleira mætti nefna. . . Æskan 73

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.