Æskan - 01.12.1989, Side 16
sem lífnaði víð
Ríkisútvarpið tekur bráðlega til sýningar sjö nýja þætti um
pappastrákinn Pappírs-Pésa. Æskan hitti að máli þrjá krakka
sem fara með mikil hlutverk í þáttunum.
Texti: Elísabet Elín 14 ára. Myndir: Guðmundur Viðarsson.
Á annan í jólum ætlar Ríkissjónvarpið
að endursýna myndina um Pappírs-
Pésa, pappírsstrákinn sem lifnar við. Hún
var sýnd í sjónvarpinu á nýársdag 1989 og
margir krakkar urðu hrifnir af þessum
sniðuga pappastrák. Það verða því áreið-
anlega margir ánægðir að heyra að eftir
áramótin verða sýndar fleiri myndir um
Pappírs-Pésa. Fyrsta myndin um hann var
tekin sumarið 1988.
Myndin um Pappírs-Pésa er byggð á
leikriti Herdísar Egilsdóttur. Ari Kristins-
son skrifaði handritið að myndinni og var
líka leikstjóri. Nú hefur Ari skrifað hand-
rit að sjö nýjum myndum um Pappírs-Pésa
og félaga hans. Fimm af þessum myndum
voru teknar í Reykjavík, Hafnarfirði og
víðar í sumar og tvær þeirra verða teknar
eftir áramótin. Kvikmyndatöku annaðist
Svíinn Tony Forsberg, sá sami og annaðist
töku á hinum vinsælu þáttum um Nonna
og Manna. Myndirnar verða sýndar á
næsta ári bæði í íslenska og þýska sjón-
varpinu.
Bók um Pappírs-Pésa að koma út
Fyrir jólin kemur út fyrsta bókin í
flokki um Pappírs-Pésa. Það er Mál og
Menning sem gefur hana út. Næsta bók
kemur síðan út snemma á næsta ári. Bæk-
ur þessar eru gerðar eftir myndunum sem
kvikmyndagerðarfélagið Hrif hf. framleið-
ir. Það er „mamma" Pappírs-Pésa, Herdís
Egilsdóttir, barnakennari og rithöfundur,
sem skrifar textann í fyrstu bókina. Fjöldi
teikninga verður í bókunum og eru þær
unnar af Þjóðverjanum Bernd Ogrodnik
sem stjórnar hreyfingum Pappírs-Pésa í
myndunum.
í myndunum um Pappírs-Pésa koma
margir við sögu, ungir, gamlir og meira að
segja hundur sem er þar í einu aðalhlut-
verkanna. Mest mæðir þó á Pappírs-Pésa
sjálfum og þremur krökkum. ÆSKAN
ræddi við þessar þrjár tilvonandi sjón-
varpsstjörnur en þær heita Högni Snær
| Hauksson, 9 ára, Kristmann Óskarsson, 10
ára og Rannveig Jónsdóttir, II ára. Öll
eiga þau gælunöfn. Kristmann er til dæmis
alltaf kallaður Manni, Rannveig Gagga og
Högni segist vera eins og kötturinn Högni
hrekkvísi. Högni og Gagga eru bæði í
Varmárskóla í Mosfellsbæ, Högni í 3. bekk
og Gagga í 5. bekk, en Manni er í 4. bekk
í Digranesskóla í Kópavogi.
Skemmtilegra að leika í sjónvarps-
mynd en auglýsingum
Ég spurði þau fyrst hvort þau hefðu
leikið eitthvað áður en þau byrjuðu í
Pappírs-Pésa:
„Já, ég hafði leikið í auglýsingum," segir
Högni. „Það voru bæði blaða- og sjón-
varpsauglýsingar. Ein auglýsing var um ís-
lendingasögurnar, önnur um Kringluna,
ein Kornflöguauglýsing og ein bílaauglýs-
ing.“
„Ég hafði aldrei leikið áður,“ segir
Manni.
16 Æskaji