Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1989, Page 38

Æskan - 01.12.1989, Page 38
* # Jf * Frásögn skáldkonunnar Huldu Ég ætla nú að lýsa jólunum og að- draganda þeirra eins og þau voru í átt- högum mínum þegar ég var bam. Munu jólasiðirnir, líkt og málið sem þjóðin talar, hafa verið og vera svipaðir j um land allt þó að einstök atriði hafi j verið nokkuð sitt á hvað vegna ólíkra staðhátta. Jólatilhlökkunin og jólaundirbúning- urinn hófst með föstuinnganginum. Pá voru soðnir sperðlar og gefnir heitir í kvöldmatinn. Voru þetta síðustu leifar hins gamla „kvöldskatts“ er tíðkaðist áður um land allt. Þá voru nú „jóla- föstugestimir“ næst: Unglingamir fengu einhver pappírsblöð til þess að skrifa á jólaföstugestina. Ég man hvernig faðir minn hló við þegar við systurnar báð- um hann um blað en blöð fengum við og geymdum vel og vandléga. Vorum við óvenju gestrisnar á föstunni, ósk- uðum heitt að sem flestir kæmu og flýttum okkur að ná í blöðin, ef einhver kæmi, og skrá þar nafn gestsins og mánaðardaginn sem hann bar að garði. Og gramar vomm við vinnu- mönnunum ef gestur hafði komið til þeirra í fjárhúsin og þeir vanrækt að bjóða honum heim til bæjar - því að ekki var það tekið gilt þó að einhver kæmi í fjárhúsin til piltanna og færi án þess að þiggja góðgerðir. Um jól var svo föstugestunum „jafnað niður“. Stúlkurnar fengu piltana og piltamir stúlkumar - og mikið gaman hent að. Um föstuinnganginn fór og húsmóð- irin að hugsa fyrir jólaklæðum heimilis- manna því að enginn mátti „klæða jólaköttinn“. Var ofið, prjónað og saumað eitthvað handa öllum og síðan geymt. Skemmtilegast þótti að enginn vissi fyrirfram hvað hann ætti að fá í jólagjöf. Níu jólasveinar Níu nóttum fyrir jól komu jólasvein- amir, einn á dag. í átthögum mínum vom þeir níu talsins og hétu: Stekkjar- staur, Giljagaur, Gluggagægir, Gátta- þefur, Kertasníkir, Ketkrókur, Potta- skefill, Pönnusleikir og Ljósabani. Börnin kunnu vísur og þulubrot um þá og höfðu gaman af að láta segja sér frá þeim. En ekki trúðu þau orðið á tilveru þeirra. Einu sinni teiknaði faðir minn alla jólasveinana og límdi upp á bað- stofuþilið, til mikillar gleði fyrir okkur systumar. Man ég enn vel eftir svip- móti þeirra og tilburðum hvers um sig og finn til barnslegrar gleði þegar mér koma þessir bemskuvinir í hug. Nokkrum dögum fyrir jólin vom jólakertin steypt, bæði stokkkerti og formkerti. Voru kertaformar til á hverj- um bæ en stokkkertagerðin var að leggjast niður þegar ég var bam. En ekki vildum við bömin missa af henni og báðum móður okkar sem innilegast að steypa í stokk og búa til að minnsta kosti eitt „kóngakerti“ - en þau vom þríörmuð og kveikt á þeim á jólanótt- ina. Og nú var komið að langskemmti- legasta jólaundirbúningnum: laufa- brauðsgerðinni. Til Laufabrauðsdags- ins var hlakkað af öllum, eldri sem yngri. Þegar fyrir dagmál var byrjað á brauðgerðinni, vætt með góðri mjólk í miklu af hveiti og síðan hnoðað vel upp í. Var það erfitt verk að hnoða og breiða út laufabrauðið og skiptu konur því með sér en allir hjálpuðust að því að skera það út. Vom sumir karlmenn miklir snillingar við laufabrauðsskurð. Á vökunni var svo brauðið steikt í tólg, hlaðið upp í trog og farið varlega með það því að það var mjög þunnt og brothætt. Síðan var það geymt frammi í skemmulofti eða einhverjum öðmm afviknum stað til jóla. Þótti best að búa það til svo sem viku áður en átti að nota það. Ljós vom tendruð og látin loga um allan bæinn. Kertin og laufa- brauðið sótt fram á skemmuloft og borið inn í búr. Laufabrauð geymist mjög lengi óskemmt. Man ég að gömul kona heima gaf okkur bömunum laufabrauð upp úr kistu sinni á páskum og var það sem á jólum. - Áður fyrr var laufa- brauðið búið til úr sigtuðu rúgmjöli en 38 Æskan

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.