Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1989, Side 11

Æskan - 01.12.1989, Side 11
Blöðrublak Eflaust langar ykkur til að fara í leiki þegar safnast er saman í boðum um hátíðir. Við flettum gömlum /Esku- blöðum til að finna leiki sem þið hefð- uð ekki þegar skemmt ykkur við mörg- um sinnum. Við þóttumst finna nokkra sem nýjung væri að - en einhverjir munu þó kannast við þá eða líka leiki. . . Eplaleikur Skipt er í tvö lið og fær hvort þeirra sitt eplið. (4-5 eru í liði) Fyrsti maður liðs- ins flysjar eplið, annar sker það í tvennt, sá þriðji sker það í femt, sá fjórði sker kjarnann burt og sá fimmti borðar eplið. . . Stjömuhrap Hver þátttakandi fær fimm hnetur. Síðan kastar hver af öðmm öllum hnetunum fimm upp í loft í einu. Sá sem getur gripið þær allar vinnur og má borða hneturnar. . . Að skrifa nafn sitt Stjómandinn festir pappírsörk á vegg. Þátttakendur eiga að skrifa nafn sitt á blaðið með hægri hendi en á rneðan eiga þeir sífellt að snúa vinstri fæti í hring - og gagnstætt fyrir örv- henta. Þetta virðist ekki vera mikill vandi en vill samt oft ganga erfiðlega. Farandsalinn Einn þátttakenda klæðir sig sem far- andsala og kemur inn með körfu eða tösku sem hinir sjá ekki hvað í er. Kaupendur fá að þreifa á vömnum undir borði og eiga að geta sér til um hverjar þær eru. Farandsalinn verður því að vera snjall og uppfinningasamur þegar hann velur vömr. Meðal þeirra gæti verið kartafla sem stungið hefur verið tannstönglum í, gamall hanski fullur af sandi eða blautur svampur. Kastleikur Leikurinn felst í að kasta tölum eða kúlum í eggjabakka. Hver þátttakandi fær þann fjölda af þeim sem þið ákveðið. Eggjabakkinn er lagður á gólfið og fyrsti þátttakandinn tekur sér stöðu tvö fet frá honum. Hann kastar tölu og reynir að hitta í „holu“. Ef það tekst á hann að færa sig eitt fet aftur á bak. Hitti hann ekki á hann að standa kyrr og reyna aftur. I hvert sinn sem þátttakandi hittir færir hann sig aftur um eitt fet. Sá sem lengst kemst frá bakkanum hefur einnig hitt flestum töl- um í holurnar og er því sigurvegari. í stórri stofu eða leikherbergi getur verið skemmtilegt að leika þennan leik. Þvert yfir herbergið er strengd snúra í 1 - 1 1/2 m hæð. Skipt er í tvö lið og krjúpa liðsmenn hvorir á sínum „vallar- helmingi“. Blaðra er notuð til að blaka yfir snúmna. Snerti blaðran gólfið eða komi tveir leikmenn við hana áður en hún fer yfir snúruna fá andstæðingar þeirra eitt stig. Sigurvegari er það lið sem nær tíu stigum. Ef blaðran springur fær liðið, sem ekki varð þess valdandi, tíu stig. . . Pappírsflögg em sett á þrjár allstórar nálar. Tvær em settar á pappaplötu með 30 sentímetra millibili. Nú á að reyna að setja þriðju nálina í beina línu á milli hinna - en halda á meðan hönd fyrir öðm auga. . . Eggja„boðhlaup“ Skipt er í tvö lið. Liðsmenn fá sér sæti á stólum, hvort lið gegnt öðru. Þátttakendur hafa matskeiðar í munni - að þessu sinni skaftíð. Hvort lið fær egg og á það að ganga frá einni skeið tíl annarrar. Stranglega er bannað að nota hendur. Leikurinn verður ekki síst spennandi ef látið er í veðri vaka að eggin séu hrá - þó að þau séu að sjálfsögðu höfð harðsoðin. . . Æskan 11

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.