Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 59
Hljómsveitin Bless
. . .að hljómsveitin Bless (áður
S-h draumur) er að senda frá sér
sex laga 12“ plötu „Meltingu". Tíu
laga breiðskífa með Bless-tríóinu
er svo væntanleg á markað með
vorinu.
. . .að Bubbi Morthens á bók-
aða tíma í júgóslavnesku
hljóðveri í febrúar næstkom-
andi. Þarlendir hljóðfæraleik-
arar munu aðstoða hann við
gerð einnar breiðskífu eða
svo.
Metsöluhljómsveitin Zikaza frá
Græniandi.
■ . .að grænlenska sálarpopp-
sveitin Zilcaza sló heimsmet á
dögunum. Þá fékk hún „sel-
skinnsplötuna'' (hliðstæða marg-
faldrar gullplötu) fyrir plötuna
„Mikjáll heldur til Nuussuaq".
Platan um Mikjál hefur selst í
röskum 10 þús. eintökum í Græn-
landi. íbúar Grænlands eru að-
eins 50 þúsund. Pessi metsala
jafngildir því að plata seljist í 50
þúsund eintökum á íslandi eða í
50 milljónum eintaka í Bandaríkj-
um Norður-Ameríku. Til þessa
hefur ekki einu sinni nokkur
plata selst í 50 milljónum eintaka
á öllum heimsmarkaðnum til
samans. Lög af metsöluplötu Zik-
aza hafa oft að undanförnu heyrst
í barnatíma Rásar 1 (RÚV). Því
miður fást grænlenskar plötur
ekki í íslenskum plötuverslunum.
Bót í máli er að Norræna húsið
lánar grænlenskar plötur. Emnig
er hægt að fá grænlenskar rokk-
plötur sendar í póstkröfu ef skrif-
að er til ULO, Box 599, DK-3900
Nuuk, Gronland. Verð græn-
lenskra platna er svipað verði ís-
lenskra.
. . .að um svipað leyti og breið-
skífan með Bless kemur út lítur
einnig dagsins Ijós fyrsta breið-
skifa Bisaeðlunnar. Fjögurra
laga 12" platan, sem Risaeðlan
setti á markað í sumar er leið, var
valin smáskífa vikunnar af breska
poppblaðinu NME. Síðan hafa út-
lendu plöturisarnir keppst um að
fá Risaeðluna undir sinn væng.
En án árangurs. Liðsmenn Risa-
eðlunnar ætla að vinna breiðskíf-
una óháðir útgefanda og skoða
síðan tilboðin frá útgefendunum
nánar þegar upptökum lýkur.
Upptökustjóri verður Ken Thom-
as, hægri hönd Ricks Wakemans
(úr Yes).
Ari Jónsson
. . .að Ari Jónsson. söngvari
og trymbill frá Reyðarfirði,
hefur hljóðritað nokkur ný lög
sem væntanleg eru á plötu
innan tíðar. Ari var áberandi
á bítla-, blóma- og hippatíma-
bili íslenskrar rokkmúsíkur.
Þá starfaði hann með h|jóm-
Textasmiöurinn Eövarð Ingólfsson
sveitum eins og Roof Tops
og Trúbroti. Við gerð nýju
plötunnar nýtur Ari aðstoðar
textagerðarmannsins Eð-
varðs Ingólfssonar, met-
sölubókarhöfundar og ann-
ars tveggja ritstjóra Æskunn-
ar. Eðvarð er ekki alveg
nýgræðingur í söngtexta-
gerð. Á unglingsárum samdi
hann revíur fyrir skóla-
skemmtanir.
iám.
p)ötuÍ
dómor.
„Kímni og
vondod
rokk"
- segir Þórður Bogoson, söngv-
ori Skyttnonno, um plötu Ný
donskror.
Titill: €kki er ó ollt kosið.
Flýtjandi: Ný dönsk.
Umsögn Þórðar Bogosonor,
söngvara bórujórnssveitarinnar
Ný dönsk
Æskan 59