Æskan - 01.12.1989, Page 34
Þessari ferð mun ég aldrei gleyma.
Afi lagði af stað með mig og systur g
mína í gamla skrjóðnum sínum til að j
fara í kirkju með okkur á jólanótt. Bær- i
inn okkar var afskekktur lengst inni á \
heiði og úti var mikið frost og snjófjúk. I
Við vorum í fínustu fötunum okkar og 'i
afi líka. Þegar við ókum úr hlaði sung- i
um við af kæti og Trýna gelti hressilega
á eftir okkur. jl
En þegar við lögðum á háheiðina ij
kámaði nú gamanið. Það var svo niða- •:
dimmt að hvorki sáust tungl né stjörnur j
og jafnvel ekki norðurljós. Snjófjúkið r
þyrlaðist fyrir framan bílinn eins og fj
hvítar, dansandi vofur og ómögulegt ‘i
var að greina veginn. Við vorum ekki
komin langt þegar við fórum að sjá eft- í
ir því að hafa lagt út í þetta. Jafnvel f
söngurinn og kertaljósin í Heiðavatns- ij
kirkju freistuðu okkar ekki lengur en j
það var engin leið að snúa við. Við j
urðum að halda áfram. {
Eg sat frammi í hjá afa og ég sá því ij
betur en systir mín sem sat aftur í ii
hversu hætt við vorum komin. Eg var ;j
farin að gráta. 1
„Stansaðu, stansaðu, afi!“ sagði ég
grátandi. Og ekki bætti úr skák þegar ;
við vógum eitt andartak salt á vegar- f;
brúninni með bratta fjallshlíðina fyrir í;
neðan. En afi hélt áfram löturhægt. *!
Allt í einu lýstu ljósin á bílnum á litla, p
hvíta rjúpu sem hnipraði sig óttaslegin
saman á miðjum veginum. Hvíta jóla- >
rjúpu. Mikið var hún falleg. En það var \
of seint að nema staðar. Hún var rétt £
fyrir framan hjólin. Ég rak upp skað- ;!
ræðisvein og tók fyrir augun. Bíllinn j
rann áfram. Eg gat ekki gert mér grein j
fyrir hvort hann rann yfir eitthvað r
mjúkt eða ekki því snjórinn var svo j
mikill á veginum. j
Systir mín hágrét. Afi stöðvaði bíl- |
inn. Lá hvíta, mjúka rjúpan kannski í j
blóði sínu á veginum, hún sem hafði ;j
horft eitt andartak á okkur himinbláum j
augum þegar ljósin lýstu á hana? En >í
hún hafði ekki bifast. Hnipraði sig að- j
eins saman eins og mjúkur himneskur j
snjóhnoðri. ;
Eg og systir mín rukum bæði út úr ij
bílnum. i
„Bíðið þið, bíðið þið,“ kallaði afi. ?
Fjúkið fyllti vit okkar og kuldinn nísti •
okkur en við fundum það ekki, svo
mjög kom það okkur á óvart sem við ij
sáum. Eg segi sem við sáum, en ég veit j
raunar ekki hvort systir mín sá það líka j
því að við vorum bæði orðlaus og við i
höfum aldrei síðan minnst á þetta. En |
ég veit í hjarta mínu að systir mín sá n
þetta líka, ég fann það og við stóðum
bæði agndofa.
Fyrir aftan bílinn lá rjúpan ómeidd
og horfði á okkur vitru, óræðu augna-
ráði eins og hún væri manneskja sem
þekkti okkur vel. Mér fannst ég jafnvel
kannast við augnaráð hennar. Nú var
hún skyndilega ekki óttaslegin lengur
heldur tíguleg og þó hafði hún ekkert
hreyfst. Fyrir aftan hana stóð fannhvít
kona, alveg eins og hún væri úr himn-
eskri mjöll, með himinblá augu og
vindurinn togaði í hvítar slæður henn-
ar. Ég vissi strax að þetta hlaut að vera
huldukona en ég trúði bara ekki á
huldufólk. En hvað gat þetta verið ann-
að? Hún var með fangið fullt af mjall-
hvítum, mjúkum rjúpum sem allar sátu
hreyfingarlausar í fangi hennar með
himinblá augu þó að vindurinn blési
og þyrlaði snjónum. Þær sátu líka á
höndum hennar og handleggjum og
öxlum og ein kúrði í hálsakoti hennar.
Stór stjarna sást skyndilega á himnum
og hún var svo neðarlega að hún virtist
sitja á hæstu fjallsegginni. Hún var svo
stór og skær að ég deplaði augunum.
Samt skildi hún ekki eftir sig neina ljós-
rák niðri á hjarninu. Jólastjarnan kom
mér strax í hug, náttúrulega af því að
það voru jól og af engu öðru.
34 Æskan
J