Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1989, Page 42

Æskan - 01.12.1989, Page 42
Óvættur hremmdi Ómar prins og fjölda 1 pilta. Björt fór að leita þeirra og óf kær- | leiksband úr hári sínu. . . Og þær héldu upp með Svartaskógi. | Hún gekk lengi, lengi. Hún var orðin | sárfætt því að hún var skólaus. Það | blæddi úr höndum og fótum er hún | klöngraðist upp brattar hlíðamar. | Að endingu komu þær á leiðarenda. 1 „Þá erum við komnar,“ sögðu Linda | og Dís og bentu henni á húsið sem | óvætturin bjó í. Stór og mikil girðing | var í kringum húsið. 1 „Nú verður þú að fara einsömul. Við | bíðum eftir þér. Taktu festina og feldu | hana að baki þér. Um leið og óvætturin | kemur til þín þá skalt þú bregða henni | fyrir augu hennar. Gættu þess að hún | nái ekki til þín. Þú skalt snúa festinni 1 svo að geislar hennar nái að leika vel | um hana alla. Vertu bara ekki hrædd.“ | Björt gekk nú áfram og faldi festina | vel að baki sér. Hjartað barðist í brjósti 1 hennar. Þetta var að takast. Er hún 1 kom að hliðinu leit hún inn í garðinn. | Hún sá lítið, brúnt hús með svörtum § gluggakörmum. í miðjum garðinum § var stórt tré. Stofn þess var gildur og 1 svartur en greinarnar grænar og skrýtn- | ar í laginu. Ekkert lauf var á þeim. Nú kom nornin út. Það var eins og | eldur brynni úr augum hennar. Björt | skalf af hræðslu. Myndi henni takast | þetta? „Hí, hí,“ heyrðist í nominni. | „Það er bara kominn gestur, það er | óvænt, hí, hí, hí.“ | „Ó, ég hef villst. Ég vil bara spyrja | til vegar,“ sagði Björt um leið og hún | brá festinni fyrir augu nornarinnar. f Nornin rak upp öskur því að hún 1 blindaðist. I Þá lét Björt geislana leika um hana | alla. Á svipstundu brann hún upp til f agna og húsið hennar einnig. Og nú gerðist margt undrið fyrir | augum Bjartar. Greinarnar duttu af | stofni stóra trésins og urðu að ungum f mönnum en stofninn logaði eins og f húsið. Miklar dmnur heyrðust frá | Svartaskógi. Hann var að verða hvann- i 42 Æskaji grænn og menn komu hlaupandi út úr | honum. 1 Björt þekkti bróður sinn strax. Hann | stóð hjá ungu mönnunum er verið | höfðu á trénu í garðinum. Hún rétti 1 fram hendur sínar. f „Ó, Bói, bróðir minn!“ hrópaði hún | glöð. | En hann sneri sér frá henni og sagði: I „Ert þú dóttir óvættarinnar? Það f væri best að brenna þig líka.“ „En Bói, þekkir þú mig ekki? Ég er f Björt systir þín.“ 1 „Ég myndi nú heldur kalla þig \ Svört. Systir mín var falleg en þú ert 1 ljót.“ [ Svo flýtti hann sér til ungu mann- | anna sem safnast höfðu saman kringum 1 prinsinn og aðra leitarmenn sem losnað | höfðu úr greipum óvættarinnar. I „Ó, Ómar prins. Við emm glaðir að f hafa nú loksins fundið þig. Flýtum 1 okkur heim til hallarinnar,“ sögðu \ þeir. I Þeir hugsuðu gott til launanna. Þeir 1 höfðu ekki hugmynd um að þeir væru | búnir að hanga þarna í mörg ár, en | ekki aðeins nokkrar vikur eða mánuði. | Ómar prins vissi betur. | „Það eruð ekki þið sem hafið bjargað | mér eða fundið. Við værum allir hang- \ andi trjágreinar ef þessi unga stúlka I hefði ekki unnið á illvættinni. Og lítið I á Svartaskóg. Hann er orðinn hvann- i grænn!“ hrópaði hann glaður. „Og | fuglar em farnir að fljúga um hann á 1 ný. Kærleikurinn hefur sigrað og nú | höldum við heim.“ Prinsinn gekk til Bjartar og tók í i hönd hennar. i „Varaðu þig, prins,“ sagði Bói. f „Hún getur verið hættuleg. Hún segist f vera systir mín en hún er það ekki. i Systir mín er með gullbjart hár og blá i augu. Þessi er ekki ósvipuð norninni. 1 Hún gæti verið dóttir hennar.“ Veslings Björt greip höndum fyrir [ andlitið. Hún hafði ekki hugmynd um 1 útlit sitt. Verst þótti henni að Bói i skyldi ekki þekkja hana. i En prinsinn hlustaði ekki á það sem Bói sagði. Hann sagði mönnunum að halda heim. Hann tók hendur Bjartar frá andliti hennar og sagði: „Stúlka litla, hver sem þú ert, þá á ég þér líf mitt og lífshamingju að þakka. Segðu mér nú hvernig þú gast unnið á óvættinni.“ „Ég hef nú h'tið gert. Litlu blómálf- arnir mínir vísuðu mér leiðina og dvergarnir á Blátindi smíðuðu festina.“ Hún dró fram festina og sýndi prins- inum. Aldrei hafði hann séð annað eins. Þvílíkir geislar! Það var ekki að undra að norninni yrði um er hún sá þetta. Prinsinn rétti Björtu festina aftur en hún sagði honum að hann ætti að eiga hana, dvergarnir hefðu sagt að hann ætti að skreyta háls brúðar sinnar á brúðkaupsdeginum með henni. Prins- inn hló við og sagði að það yrðu fáir sem gætu gefíð brúði sinni slíkar gjafir. Nú lögðu þau af stað. Björt dróst heldur aftur úr. Hana verkjaði í fæt- urnar. Hún sá hvar Linda og Dís komu fljúgandi á móti þeim. Björt varð glöð er hún sá þær og rétti fram hendur sín- ar á móti þeim. En þær settust á axlir prinsins og kúrðu sig við eyru hans eins og þær vildu segja honum eitt- hvað. Björtu fannst hún vera einmana og yfirgefin. Hún settist niður og grét. Enginn þekkti hana og enginn kærði sig um hana. Best væri að fela sig í skóginum. Kannski myndu dvergarnir leyfa henni að vera hjá sér. En nú kom prinsinn á móti henni. „Lofaðu mér að leiða þig,“ sagði hann og tók hönd hennar og Linda og Dís settust á axhr hennar. „Sæl, Björt, við vorum að segja prinsinum sögu, já mjög merkilega sögu,“ sögðu þær. Björt varð svo glöð er þær komu til hennar að undurfagurt bros breiddist um andlit hennar. Þá sá prinsinn inn í sál hennar og nú skildi hann hversu miklu hún hafði fórnað. Nú skildi hann hvað blómálfarnir höfðu verið að segja honum. Það var vegna kærleika þessarar stúlku að hann stóð hér og ekki aðeins hann heldur allir sem höfðu verið með honum. Öll þjóðin stóð í þakkarskuld við hana. „Komdu, Björt. Ég ætla að kynna fyrir konungi og drottningu að þú sért konuefni mitt.“ „Ó, nei, nei,“ sagði Björt. „Lofaðu mér að fara. Ég get ekki orðið brúður nokkurs manns. Ég er svo ljót.“

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.