Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 54
Hlakkar Pétur sjónvarpsfréttamaður til
jóla? Hvers helst á helgri hátíð?
Já, maður lifandi, Pétur hlakkar mikið til jól-
anna, einkum og sér í lagi til hvíldarinnar. Pét-
ur er mikill vinnuþjarkur og sefur ekki heilu
næturnar vegna vinnu sinnar, eins og reyndar
má sjá á honum stundum. Hann ætlar að hafa
það náðugt um jólin og safna kröftum fyrir
átökin á komandi ári, borða mikið og lesa nýj-
ar matreiðslubækur því að hann á von á Kristj-
áni Ólafssyni í mat milli jóla og nýárs.
Hverjir eru eftirlætis-jólasveinar hans?
Ríkisstjórnin.
Hvað hefur þú leikið í mörgum kvik-
myndum?
Þær munu vera sex.
Hverri fyrst?
Fyrst lék ég í „Útlaganum", en þar fór ég með
hlutverk Ingjaldsfíflsins.
Hefur þér og Spaugstofumönnum ekki
flogið í hug að framleiða og leika saman
í kvikmynd?
Jú, jú, okkur flýgur margt í hug og þar á meðal
þetta. Reyndar er ég með kvikmyndahandrit í
tölvunni hjá mér. Við höfum verið að föndra
við það annað veifið í nokkur ár og oft látum
við okkur dreyma um að þessi draumur okkar
verði einhvern tíma að veruleika. En kvik-
myndir eru gríðarlega fjárfrek fyrirtæki svo að
við verðum líklega að bíða þangað til spari-
baukarnir okkar þyngjast svolítið meira.
Hverja mynduð þið velja í kvenhlutverk
ef af slíku yrði?
Allar bestu leikkonur landsins og sennilega
nokkrar útlendar líka.
Kemur kvenfólk aldrei verulega við
sögu í skemmtiþáttum ykkar?
Jú, það kemur fyrir. En við höfum tekið þá
stefnu að leika flestar kvenpersónur sjálfir.
Hvað veldur?
Bæði það að við höfum ekki efni á að ráða
leikkonur til okkar og borga þeim kaup - og
hitt að okkur finnst svo ofboðslega gaman að
leika að við viljum helst gera allt sjálfir.
Hverjir eru eftirlætisleikarar þínir?
Ég verð líklega að segja strákarnir í Spaugstof-
unni; annars verð ég laminn.
En leikkonur?
Strákarnir í Spaugstofunni þegar þeir leika
kvenhlutverk.
En erlendir?
Strákarnir í Spaugstofunni þegar þeir leika út-
lendinga. - Nú get ég verið alveg öruggur!
Hvers konar tónlist fellur þér best?
Það fer allt eftir því í hvernig skapi ég er.
Stundum finnst mér gott að hlusta á Tchai-
kovsky eða Rachmaninoff, stundum Bítlana,
stundum Bing Crosby - eða bara sjálfan mig.
Hefur þú stundað íþróttir?
Ég hef aldrei keppt af neinni alvöru í íþróttum
en ég hef stundað bæði knattspyrnu og frjálsar
íþróttir.
Hefur þú dálæti á einhverri íþrótta-
grein?
Ég fylgist sáralítið með íþróttum en hef gaman
af að skreppa á skíði, í veggtennis eða sund.
Hver eru helstu áhugamál þín - auk
starfsins?
Ég hef áhuga á skíðaiðkun, barnauppeldi, mat-
argerð, góðum bókum, góðri tónlist og góð-
um kvikmyndum. . . Já, og líklega miklu fleiru
- en þetta er þokkalegur listi í bili.
Ertu kvæntur?
Já, ég bý með yndislegri konu sem heitir Ásdís
Olsen og er kennari.
Áttu börn?
Ég á einn strák frá fyrra hjónabandi. Hann er
átta ára, heitir Eyvindur, og er einhver besti
náungi sem ég hef kynnst. Auk þess á konan
mín tvær telpur, Bergþóru sex ára og Valgerði
þriggja ára.
Áttu - eða hefur þú átt gæludýr? Á
hvaða dýrum hefur þú mest dálæti?
Ég hef átt hunda, ketti og gullfiska en á ekkert
slíkt eins og er. Sem barn var ég óskaplega
hræddur við hunda. Ég vann bug á þeirri
hræðslu og síðan kann ég einna best við þá af
öllum dýrum sem ég umgengst.
Hver er eftirlætisréttur þinn?
Hæstiréttur. . . Nei, í alvöru, ja. . . á ég ekki
bara að segja saltkjöt og baunir. Annars finnst
mér yfirleitt svo óskaplega gott að borða að
ég á erfitt með að gera upp á milli rétta.
Hvað metur þú mest í fari fólks?
Umburðarlyndi, blíðu, heiðarleika - og ekki
er verra að það hafi skopskyn.
Hverjir finnst þér hvimleiðustu gallar
manna?
Geðvonska og andstæðurnar við það sem ég
nefndi áðan.
Viltu ekki segja eitthvað spaklegt að
lokum. . .?
Ætli ég láti mér ekki nægja að óska fólki gleði-
legra jóla og biðji það að brosa sem mest á
komandi ári.
54 Æskan