Æskan - 01.12.1989, Side 64
„Erum
svolítið
íslensk"
Rætt við tvö börn í Ameríku
sem eiga íslenska móður
- en tala ekki íslensku!
Páll Jón og Kristína María. Með þeim á myndinni er Elísa Eðvarðsdóttir.
í 240 milljóna manna þjóðfélagi eru ekki
miklar líkur á því að rekast á fólk - næst-
um því af tilviljun - sem er af íslensku
bergi brotið. Það liggur í augum uppi.
Þetta gerðist þó þegar höfundur þessarar
greinar dvaldist í borginni Northport í
Alabama-fylki í Bandaríkjunum síðastliðinn
vetur. Þar kynntist hann konu sem er
sannarlega íslensk því að hún er fædd hér
á landi, á íslenska foreldra, ber íslenskt
nafn en hefur átt heima í Bandaríkjunum
frá því að hún var nokkurra mánaða. Hún
er nú gift Bandaríkjamanni og á með hon-
um tvö börn, strák og stelpu, 10 og 12
ára.
Konan þessi heitir Helga og er dóttir
Valdimars Björnssonar, eins þekktasta ís-
lendings sem átt hefur heima í Bandaríkj-
unum. Hann var fjármálaráðherra Minne-
sóta-fylkis og mikils virtur stjórnmála-
maður - en er nú látinn.
Valdimar fæddist í Ameríku. Foreldrar
hans höfðu flust þangað frá íslandi þegar
þeir voru börn að aldri, á áttunda áratug
síðustu aldar, en þá fluttust einmitt marg-
ir (slendingar til Ameríku, aðallega til
Kanada, í atvinnuleit. Kona Valdimars,
móðir Helgu, er hins vegar fædd og upp-
64 Æskan
| alin á ísafirði og fluttist ekki til Bandaríkj-
| anna fyrr en hún giftist Valdimar.
| Eins og áður segir fluttist Helga til
| Bandaríkjanna sama ár og hún fæddist. Þar
| sem foreldrar hennar töluðu yfirleitt
| ensku, jafnvel sín á milli, þó að þeir væru
| báðir íslenskir - lærði hún aldrei „móð-
| urmálið" hjá þeim. Það kann mörgum að
1 þykja skrýtið að foreldrarnir töluðu ensku
| hvort við annað. Að sögn Helgu var
| ástæðan þessi: Þegar hún og systkini
| hennar byrjuðu í leikskóla og barnaskóla
| heyrðu þau aðeins enska tungu. Yngri
| systkinunum fannst ruglingsiegt að læra
| bæði tungumálin því að þau gátu ekki
| haldið íslenskukunnáttunni við utan heim-
| ilisins. Þau óskuðu því eftir því að enska
| yrði líka „heimilismál“ þeirra. Helga lærði
| hins vegar dálítið í íslensku í háskólanum í
| Minnesóta þegar hún var tvítug.
Gaman á íslandi
1 Börn Helgu eru Paul Jon (Páll Jón) 10
| ára og Kristína María 12 ára. Við getum
| sagt að nöfnin séu íslensk-amerísk. Ættar-
= nafnið er Visscher; faðirinn heitir Pieter
1 (Pétur) Visscher. Hann er prófessor í eðl-
i isfræði við háskólann í Alabama en Helga,
| móðir þeirra, er bókasafnsfræðingur og
\ vinnur á háskólabókasafninu.
| Það er ekki á hverjum degi sem maður
i rekst á bandaríska krakka sem eiga ís-
i lenska móður og afa og ömmu af sama
í þjóðerni. Af þeirri ástæðu fannst blaða-
Í manni Æskunnar kjörið að fá að taka þau
Í tali. Það var auðsótt mál. Hann sótti þau
Í heim á heitu sumarkvöldi en þau geta
| orðið ansi heit á þessum slóðum í Banda-
I ríkjunum. í fyrstunni voru krakkarnir svo-
{ lítið feimnir en feimnin fór fljótt af þeim
Í við frekari kynni og þá gat viðtalið hafist
Í fyrir alvöru.
| Byrjum fyrst á Kristínu Maríu. Hún
Í fæddist 5. ágúst 1976 í Oregon-fylki í
I Bandaríkjunum. Hún hefur búið í North-
I port frá því að hún var 2ja ára.
| Þau systkinin hafa einu sinni komið til
I íslands. Það var sumarið 1987. Kristína
| hefur þetta að segja um þá ferð:
| „Áður en ég fór til (slands vissi ég að
= dagarnir þar væru langir á sumrin en næt-
Í urnar stuttar, fólk talaði íslensku, landið
Í væri lítið, fá tré en mörg fjöll. Ég kunni
I vel við mig á íslandi og gæti hugsað mér