Æskan - 01.12.1989, Side 27
Æskumöppur
Góða Æska!
Getur þú látið útbúa möppur fyrir
Æskuna?
Viltu birta veggmynd af Mikjáli J.?
Ég hef verið áskrifandi í fimm eða
sex ár. Þúsund þakkir fyrir gott blað.
Guðný Kristín Bjarnadóttir,
Eyrargötu 6, 400 ísafirði.
Möppur merktar Æskunni hafa
lengi verið til og munu fást í bóka-
verslunum.
Fyrirspurn um veggmynd var svar-
að í 9. tbl.
Um leikara
Æskupóstur!
Þakka þér afar vel fyrir allar upp-
lýsingar um Tom Hulce (4. tbl.
1989). Mig langar til að biðja þá sem
lesa þetta og vita eitthvað um hann að
segja frá því í Æskupóstinum. Ekki
væri amalegt, kæra Æska, að fá lím-
miða eða veggmynd af honum.
Ég væri líka fegin ef ég fengi eitt-
hvað að vita um leikarann Ron Hud-
son.
Selma.
Vonandi getur einhver lesandi sagt
frá umrœddum leikara. . .
Kvalinn hvalur...
Kæri Æskupóstur!
Ég þakka afar gott blað.
Ég hef verið áskrifandi þó nokkuð
lengi og hef skrifað einu sinni áður en
þá var bréfið ekki birt.
Mig langar til að biðja um vegg-
mynd af Eddie Murphy, Michael J.
Fox og Bruce Lee.
Ég læt eina skrýdu fylgja:
Vitið þið hvað hvalsunginn sagði
við mömmu sína úti á miðju Atlants-
hafi?
„Mamma, ég er þyrstur.“
Gísli Óskar Ólafsson.
Bréf frá Japan
Kæri ritstjóri!
Ég mæti það mjög mikils ef þú
verðir litlu einu af dýrmætum tíma
þínum til að kynna þér beiðni mína.
Ég hef lengi haft mikinn hug á að
eiga bréfaskipti við íslendinga og
komast þannig í góð kynni við þá.
Ungt fólk í Japan vill mjög gjarna
eiga vinsamleg samskipti við fólk í
öðrum löndum. Ég hef einkum afar
mikinn áhuga á góðum tengslum við
fólk í föðurlandi þínu.
Mér væri mikil þökk í að þú læsir
þessa málaleitan og gleddist mjög ef
þú birtir bréfið í blaði þínu og ég
kæmist þannig í kynni við lesendur
þess.
Ég er kennari, 29 ára að aldri, og
hef áhuga á tónlist, listum, frímerkja-
söfnun og tölvuleikjum. I bréfaskipt-
um rita ég á ensku.
Nafn mitt er Masako IKEDA, og
heimilisfangið er:
164-8, Kamekuma, Makabe-Machi,
Ibaraki, 300-44, JAPAN.
Japanir rita kurteisleg bréf. Þó að
bréfritari sé eldri en fiestir lesendur
Æskunnar kunnum við ekki við ann-
að en birta það - svo vel var þess beð-
ið.
Þið mœttuð vekja athygli fullorð-
inna á bréfinu - þeirra sem þið teljið
að hafi áhuga á að eignast pennavin í
fjarlœgu landi.
Danskir pennavinir
Kæra Æska!
Mig langar til að eignast danska
pennavini á aldrinum 12-14 ára.
Áhugamál mín eru dýr, dans og tón-
list.
Getur þú birt heimilisfang danskra
barnablaða?
Iris Huld Guðmundsdóttir,
Karfavogi 19, 104 Reykjavík.
Danska sendiráðið hefur ekki getað
útvegað okkur heimilisfang dansks
barnablaðs og telur að slíkt sé ekki
gefið út. . .
I unglingablaðinu Vi unge er
pennavinadálkur. Póstfang þess er:
Postbox 128, 2900 Hellerup, Dan-
mark. Neðst í vinstra horn umslagsins
á að rita: Modestedet. Birting bréfs í
því blaði kostar tíu danskar krónur.
Gjald á að senda í frímerkjum.
(Vœntanlega er heppilegast að kaupa
alþjóðleg svarfrímerki í pósthúsi. . .)
- Blaðið fœst víða í bókaverslunum.
I 8. tbl. birtum við póstföng nokk-
urra erlendra pennavinaklúbba. Þeir
geta eflaust útvegað þér danska
pennavini. Ef til vill geta einhverjir
lesenda blaðsins líka greitt götu þína.
Veggmyndir af
Duran-Duran
Kæra Æska!
Mér finnst þú mjög gott blað og
hressandi. Frænka mín var áskrifandi
þegar hún var ung og hún gaf okkur
blöð frá 1970-1980. Fjölskyldan er oft
saman á kvöldin að leita að felu-
myndum.
Mig langar til að fá veggmyndir af
Duran-Duran og get sent myndir af
Madonnu, Mikjáli J. og mörgum öðr-
um í staðinn. Ég vil líka gjarna eign-
ast pennavini.
Guðrún Lilja Óladóttir,
Álfaheiði 14, 200 Kópavogi.
Æskan 27