Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 15

Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 15
Honum þótti svo gaman að : opna pakka! Hann stakk öllu sem honum leist vel á í pokann \ sinn og krakkamir höfðu ekki roð við honum. j - Hann eyðileggur allt fyrir \ okkur, sagði einhver grátandi. 3 - Fjandans jólasveinn . . . tautaði annar. í - Við verðum að henda I honum út, hvíslaði Erlendur \ Páll að Kára. \ Þeir söfnuðu liði. En |i jólasveinninn hristi þá af sér íl eins og flugur og Kári kennari !j þeyttist út í vegg. i - Nú sæki ég skólastjórann, s sagði Kári þegar hann stóð upp J aftur. í Krakkarnir hlupu niður stigana því að nú var ballið að j: byrja og jólasveinninn kom í 2 loftköstum á eftir þeim. Þegar \ hann kom inn í danssalinn fékk í hann algjört víðáttubrjálæði. • Hann æddi um gólfið og snerist hring eftir hring. Hann þreif í stelpurnar eina af annarri og sópaði með þeim gólfið í dansinum. Sumar voru hræddar !j en aðrar fokvondar. jj Skólastjórinn kom í gættina. 5 Hann horfði lengi á hinn j óboðna gest. Svo gekk hann upp í diskóbúrið og settist þar. 'i Hann hafði ekki augun af l jólasveininum. Það var h greinilegt að hann ætlaði að : fylgjast vel með honum. j: Erlendur Páll var að dansa | við Röggu. Það var rólegt lag i og hann var búinn að bíða j lengi, lengi eftir þessari stund. I Hann tók fast utan um Röggu l og honum leið óskaplega vel ?■ begar allt í einu var kippt í jj hann. í - Fyrirgefðu vinur! sagði « Sveinki og kippti Röggu af i! honum. Þú mátt eiga þessi spil f 1 staðinn, sagði hann og rétti i Erlendi lítinn rauðan spilapakka í sem hann hafði tekið af einhverjum krakkanum upp í stofunni áður. Erlendur Páll stóð gapandi eftir með spilin í hendinni. Ef augnaráð hefði getað drepið hefði jólasveinninn ekki lifað lagið af . . . Þegar jólasveinninn var orð- inn leiður á að dansa byrjaði hann að tína jólaskrautið ofan af veggjunum og stinga því í pokann sinn. Skólastjórinn og allir kennaramir reyndu að stöðva hann og allt fór í háaloft. En jólasveinninn var ótrúlega fljótur að tína ofan af veggjunum og brátt var ekkert eftir nema loftið. - Þú eyðileggur allt, fíflið þitt, vældu krakkamir. - Getum við ekki hringt í lögguna? spurði einhver. Erlendur Páll var búinn að fá nóg og Ragga líka. Hún var dauðþreytt eftir dansinn við jólasveininn. Þau laumuðust fram á gang og sóttu úlpumar og skóna. Þau voru að snarast út úr dyrunum þegar þau heyrðu mikil hróp og köll og jólasveinninn kom hlaupandi fram ganginn og dró fullan pokann á eftir sér. - Bíddu eftir mér! hrópaði hann. En krakkamir biðu ekki. Þeir hlupu af stað og hentust yfir skólalóðina. - Bíddu . . . bíddu! hrópaði Sveinki. Hann var heldur seinni á sér en fyrr um kvöldið því að pokinn var svo þungur. Erlendur leit við og sá hann henda pokanum frá sér á hlaupunum til þess að vera léttari á sér. Nú var hann alveg að ná þeim. Erlendur neytti síðustu kraftanna og herti á sprettinum eins og hann gat. - Eg get ekki meira, másaði j Ragga. \ - Þú verður, hvæsti Erlendur \ Páll. Við emm að koma heim. •j - Þú ert með spilin mín! { kallaði jólasveinninn. Erlendur \ fann andardrátt jólasveinsins á í hálsinum og tók ‘j lokasprettinn . . . 5 Hann fékk þungt högg þegar } hann hentist fram á gólf. Hann : æpti af öllum lífs og sálar j kröftum. En hvað var þetta? = Hvar var jólasveinninn? Hann S lá vafinn í sængina á gólfinu í i herberginu sínu og hafði ekkert l verið á balli. Nú mundi hann allt. •i Skólaballið var í kvöld. Hann l j leit upp í gluggann. Það var j farið að birta. \ Hann skreiddist fram á !; klósett og þvoði sér. Hann var \ svo einkennilegur í höfðinu og í þreyttur í fótunum eftir öll ! hlaupin . . . I Þegar hann gekk fram hjá ; glugganum með skónum sá í hann að svarti skórinn hans var í við hliðina á skóm litlu i krakkana. Pési asni hafði þá I gert alvöru úr hótuninni um að j setja skóinn í gluggann. Fyrst j ætlaði hann að ganga fram hjá i eins og ekkert væri en svo bar í forvitnin hann ofurliði og hann \ gægðist ofan í skóinn: ; I honum var | RAUÐI SPILAPAKKINN sem jólasveinninn hafði gefið ; honum um nóttina. Æskan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.