Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1989, Qupperneq 31

Æskan - 01.12.1989, Qupperneq 31
 ► \ Æ r ■ r\ m high I t low I skótanum, sem þessi börn ganga í, fer kennsla fram á ensku. Þau tala annad tungumál heima. - Ljósm.: \NCC Photo: Don Edkins. Unglingarnir eru sammála um að gaman hafi verið að kynnast þessum söngvum. Margir þeirra fjalla um bar- áttuna fyrir auknum réttindum. Flestir eru þeir trúarlegs eðlis enda frá kirkjunni komnir. Söngvarnir eru mjög taktfastir og grípa flytjendur og hlust- endur oft sterkum tökum. Á tónleikunum var textinn sunginn bæði á íslensku og Zulu-máli. Forsöngvarar voru Egill Ólafsson og Sigrún Hjálm- týsdóttir. í guðsþjónustunni kynnti Sigríður Guðmundsdóttir starf Hjálparstofnunar kirkjunnar. Egill Ólafsson á æfingu með unglingunum. Sigrún Hjálmtýsdóttir var forsöngvari ásamt honum. Margir söngvanna frá Namibíu fjalla um baráttuna fyrir auknum réttindum. Þeir eru flestir trúariegs eðlis - taktfastir og grípa hlustendur sterkum tökum. Sr. Þórhallur Heimisson pred- ikaði og þjónaði fyrir altari. St/ðjum skólana í Namibíu Namibía er strjálbýlt land sunnarlega í Afríku. Um þessar mundir eru miklir atburðir að gerast þar. Namibíumenn eru loks að öðlast sjálfstæði eftir langa sjálfstæðisbaráttu. í 74 ár hefur landið verið hernumið af hinu volduga nágrannaríki, Suður-Afríku. í byrjun nóv- ember var efnt til fyrstu frjálsu kosninganna í sögu Namibíu og síðar í vetur mun landið end- anlega fá sjálfstæði. Mikið starf er framundan í landinu. Þar þarf að byggja marga skóla. Hingað til hefur hvítum og svörtum börnum verið bannað að ganga í sömu skóla. Það hafa því verið tvö ólík skólakerfi í Namibíu. Ann- ars vegar góðir skóla fyrir hvít börn og hins vegar þéttsetnir og lélegir skólar fyrir blökku- börn. Kirkjan í Namibíu hefur um árabil barist gegn aðskilnaðar- stefnunni og hefur raunar ver- ið einn sterkasti málsvari hinna fátæku þar í landi. Kirkjan starfar á mörgum sviðum. Hún hefur beitt sér í baráttunni gegn mannréttindabrotum og aðstoðað fórnarlömb slíkra brota. Hún rekur barnaheimili, heilsugæslustöðvar, þjónustu við aldraða og lestrarkennslu fyrir fullorðna. Kirkjan er einnig áhrifamikil á sviði skólamála í Namibíu. Skólar, sem hún styður eða rekur sjálf, hafa afneitað að- skilnaðar-stefnunni. Hún tók einnig að sér að sjá um mót- töku tugþúsunda namibískra flóttamanna sem hafa snúið heim á undanförnum mánuð- um. Meðal þeirra er fjöldi barna og þau þurfa að fara í skóla. En fleiri börnum verður ekki komið fyrir í því húsnæði sem nú er í notkun. Þess vegna er knýjandi þörf á að útvega skólastofur og láta gera við gamalt húsnæði. Hjálparstofnanir kirknanna á Norðurlöndum hafa tekið höndum saman um að aðstoða við uppbyggingu skóla og mót- töku flóttamannabarna í Nami- bíu - með því að reisa skóla- stofur; kaupa skrifföng, pappír, stóla og fleiri nauðsynlega hluti. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem safnað er fyrir í landssöfnuninni „Brauð handa hungruðum heimi“. Æskan 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.