Skírnir - 01.04.1917, Side 14
Skirnir]
Nýtízkuborgir.
123
var að þessu starfað í Þýzkalandi, að árið 1898 höfðu
þýzkir verksmiðjueigendur bygt 140.000 íbúðirjfyrir verka-
menn sína.
Þó sum af þorpum þessum væru að mörgu leyti fyr-
irmyndarbæir geta þau tæpast jafnast við þrjú fyrir-
myndar þorp ensk, sem enskir auðmenn"bygðu skömmu
fyrir aldamótin: Bcurnville, Port Sunlight“og Earswick.
Þorp þessi áttu mikinn þátt í því að vekja athygli fjölda
manna á hverskonar endurbótum í skipulagi bæja.
Bourn- bygði verksmiðjueigandinn George Cadbury í
ville Birmingham, sem bjó til hið alþekta Cadburys
cacao (súkkulaði). Hann flutti verksmiðjur (sínar 1879
3 rastir út fyrir Birmingham, og varð því að sjá verka-
mönnum sínum fyrir húsnæði. Iiann var mannvinur
mikill, hafði ætíð látið sér ant um hag verkamanna sinna,
eins og sjá má á því, að hann hafði mikinn hluta æfinnar
kent börnunum sjálfur í sunnudagaskólanum, þó hann
væri maður vellauðugur. Nú þótti honum miklu máli
skifta, að verkamenn sínir fengju sern bezt húsakynni og
að svo yrði vandað til verksmiðjuþorpsins, sem frekast
væri kostur á. Fékk hann Alex Harway, ágætan bygg-
ingarmeistara, til þess að gera skipulag bæjarins. Réð hann
og mestu um byggingarsnið húsanna. Harvay lauk þessu
starfi af svo mikilli snild, að ekki hefir öðrum tekist öllu
betur. Er því viðbrugðið hve Bournville sé fagur bær,
hentugur og heilnæmur. Götur í Bournville eru 12,5 st.
breiðar en skrautgarðar framan húsanna, svo að hvergi
er skemra milli húsahliða en 25 st. os eru þó húsin lág,
fæst hærri en 8 st., svo götubreiddin er fyllilega þreföld
húshæðin. Breidd byggingareita (spildnanna milli sam-
bliða gatna) er uin 200 ensk fet og verða því breiðir