Skírnir - 01.04.1917, Qupperneq 32
‘Skirnir]
Nýtizkuborgir
139
tölulega mjór vegur, oftast tjörusteyptur, stundum engar
■gangstéttir. Til beggja handa eru blómgarðar eða grasi-
grónar spildur fram undan húsunum og húsin eruraðiraf
sambygðum ein- eða tvílyftum, fögrum en prjállausum
■smáhýsum. Ef komið er að húsabaki sér maður allstórt
svæði milli húsaraðanna af kappræktuðum matjurtagörð-
um. Víða eru svo leikvellir fyrir börnin í miðjum húsa-
garðinum.
Niðurlag. Þó flestu víki hér við á annan hátt en erlendis,
þó bæir vorir séu enn lítil þorp, þó iðnaður sé
Jiér lítill, og ekki komi til mála að efla hér ræktun sveitanna
með borgum, þá er margt sem íslendingar geta lært af ný-
tizkuborgunum og skipulagi þeirra. Bæir vorir hafa vax-
ið óðfluga síðustu áratugina og það svo að nú býr fullur
þriðjungur allrar þjóðarinnar í bæjum. Þess verður lík-
.lega skamt að bíða, að svo verði um helming allra lands-
manna. Reynsla annara sýnir, að því fylgir ærin liætta
að láta bæi vaxa hugsunarlaust og skipulagslítið, mikil
hætta fyrir heilbrigði manna, þrif og þroska unga fólks-
ins, fyrir öll fjármál og framtíð bæjanna. Vér getum
ekki komist hjá því að fara að vanda allt skipulag bæj-
anna, meira en verið hefir, fá sérfróða menn til þess að
gera skipulags uppdrætti er fara skal eftir. Og dragast
má þetta með engu móti er steinsteypuhús koma óðum í
stað timburhúsanna, því þau eru ekki auðhreyfð úr stað,
endast lengi og ekki auðvelt að gera breytingar á þeim,
«f þau eru eittsinn vitlaust sett eða illa bygð. Nú vill
svo til, að alt er að byggingu bæja, lýtur og skipulagi þeirra
hefir verið rætt vandlega eriendis á undanfarandi árum,
miklar tilraunir verið gerðar og nýtt snið fundist á flestu,
fegurra og hentugra en það sem áður var. Þessa þekkingu
eigum vér að færa oss í nyt og taka það til eftirbreytni
sem hér á við. Enn þá stefnir allt í þá átt, að bæir vorir
verði bæði framúrskarandi ljótir og óheilnæmir, verði landi
'Qg lýð til skammar. Ef ekki er bráðlega aðgert er þetta
bumflýjanlegt. En ef vér höfum augun opin og förum