Skírnir - 01.04.1917, Side 33
140
Nýtízkuborgir.
[Skirnir-
hyggilega að ráði voru — þá er os3 e n n innan handar,
að koma smámsaman svo góðu skipulagi á bæi vora, að
þeir standi mörgum bæjum annara landa framar að fegurð,
hentisemi og heilnæmi. Milliónir króna getum vér sparað
á þennan hátt og ótal mannslíf. í stað þess að verða
eftirbátar alli’a annara stendur oss til boða að verða fyr-
irmynd, láta alla sjá er að landi koma, að vér höfum
bygt bæi vora svo vel og hentuglega. sem vorar ástæður
leyfðu, hagnýtt oss allt það sem bezt var og hér átti við
af endurbótum vorrar aldar á skipulagi bæja. Að minsta
kosti væri ástæða til þess fyrir oss, sem búum í jarð-
skjálftalandi, að athuga hvort hyggilegt muni að hverfa
frá lágu einbýlishúsunum ■ og taka upp þann byggingahátt,.
sem mest tjón hefir hlotist af erlendis: háreistu margbýlis-
húsin með þröngum sólarlausum húsa-görðum.
En hvað sem þessu líður: Hin geigvænlega gáta borga-
sfinxarinnar ernúráðin. Nú kunna menn að byggja
fagrar, heilnæmar og lientugar borgir, svo mannkyninu
þarf eigi framar að stafa hætta af vexti og viðgangi borga.
Þetta er, ef til vill, þýðingarmesta uppgötvunin sem gerð
liefir verið á öldinni sem leið.
') Þeim sem vilja kynna sér skipulag bæja, og ekki geta hagnýtt sér
erlendar bækur, má visa til fylgirits meö Arbók Háskólaus 101C: U nn
skipulag bæja eftir Guðm. Hannesson.
Guðm. Hannesson.