Skírnir - 01.04.1917, Qupperneq 35
142
ísland og Norðurlönd.
[Skírnir-
þjóð á að geyma alt sem einkennir hana frá öðrum þjóð-
um, ef það þá er til gagns, en um leið reyna að bæla
niður allar leifar gamal3 haturs og tortryggni, reyna að
skilja lundarfar bræðraþjóðanna og koma á samvinnu og
sameiginlegum stofnunum á öllum þeim sviðurn, sem það
er hægt að gera á, án þess að granda því sem er ein-
kennilegt og holt þjóðinni sjálfri. Og í þessari hreyfingu
á Island að vera með.
En Island er að sumu leyti öðru vísi sett en hin nor-
rænu löndin, og því verða verkefni þau, sem við verðum
að fást við fyrst um sinn, nokkuð önnur og á ýmsum
sviðum verður hluttaka vor í norrænni menningarsam-
vinnu öðru vísi en hinna þjóðanna. Eg skal hér drepa á
einstöku atriði, sem ráða' sérstöðu vorri.
Þá er fyrst að nefna bókmentirnar. Tunga vor er
enn svo lík gamla bókmálinu, að islenzkir alþýðumenm
geta þann dag í dag lesið fornu bókmentirnar á frummál-
inu, þar sem hinar norrænu þjóðirnar verða að lesa þær
í þýðingum. Mismunurinn er hér um bil eins og á enskir
frá dögmn Shakespeare’s og nútíðar-ensku. Og með tung-
unni hefir gengið að erfðum ýmiskonar andleg starfsemi.
Það hefir af ýrnsum ástæðum farið svo, að löngun til bók-
iðna og jafnvel vísindalegrar starfsemi hefir lcomist dýpra
niður í mannfélagið hjá okkar þjóð en nokkurri annari;
við þykjumst af því að við getuin bent á l’átæka alþýðu-
menn í röð okkar beztu skálda og fræðimanna. En þar
sem nú má segja að mismunurinn á tungunum í Dan-
mörku, Horegi, Sviþjóð og Finnlandi ekki aftrar neitt
menningarsambandi þessara landa, þar sem allir mentaðir
menn í þeim skilja mál bræðraþjóðanna svo vel, að þeir
geta fylgst með andlegu lífi þeirra, þá er þessu ekki að
fagna hvað ísland snertir. Fyrir utan ísland eru ekki
margir sem geta lesið íslenzkt nútiðarmál eða sinna nú-
tíðarbókmentum vorum. Það eru til fáeinir menn, sem
slíkt gera, en allflestir fást einungis við forna málið og
fornu bókmentirnar, og menn gefa engan gaum bókment-
unum frá síðari öldum. Hér er því alvarlegur erfiðleiki á>