Skírnir - 01.04.1917, Qupperneq 39
146
ísland og Norðurlönd.
[Skírnir-
sig, að í skapi værum við líkari Xorðmönnum vestanfjalls
meir en nokkrum öðrutn Norðurlandabúum. Og við mætt-
um ekki við því búast að frændur vorir í Nbregi vildu
kannast við frændsemina, ef við hefðum ekki erft
einmitt suma af þeim eiginleikum, sem hafa gert JSTorð-
menn að því sem þeir eru orðnir, og þá fyrst og fremst
liina ríku tilfinning fyrir rétti einstaklingsins og sjálfstæði
þjóðarinnar, tilfinning sem öðrum út í frá stundum virðist
öfgakend og skrítin, en sem er alveg ómögulegt að greina
frá insta eðli voru, og sú tilfinning getur að eins leitt til!
góðs eins, bæði fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið í heild
sinni, þegar henni er stýrt á rétta braut. En þó að við
nú finnum til þess að við líkjumst Norðmönnum meira
andlega og líkamlega en nokkurri anuari þjóð, og þó við'
elskum hjartanlega okkar gamla móðurland, þá væri það
samt bæði rangt og afar fljótfærnislegt að draga af því
þá ályktun að við æsktum þess að standa í nánara póli-
tisku sambandi við Norðmenn en við aðrar norrænar
þjóðir. Þetta er misskilningur, í sjálfu sér ósköp eðlilegur,.
sem við rekurn okkur stundum á, bæði í Noregi og Dan-
mörku. Ast vor á Noregi á ekkert skylt við pólitík..
Þegar börnin eru uppkomin hirða þau ekki um það að
standa undir yfirráðum foreldra eða frænda, enda þótt
þeirn kunni að þykja vænt um þá. Þá vilja þau láta
meta sig jafnt föður og móður og öllu frændfólkinu.
En auk ætternisins og þess sem þar af leiðir eig-
um við mikið að þakka Noregi nýja tímans, bæði and-
lega og efnalega. Hin miklu norsku skáld, einkum Ibsen,..
Björnson, Kjelland og Garborg liafa haft rnikil áhrif á
andlegt líf vorrar þjóðar. A ýmsum verklegum sviðum
hafa áhrif Norðmanna verið mjög mikil. Af Norðmönn-
um liöfum við lært síldarveiðarnar og ýmiskonar iðnað,
sem þeim er samfara; dugnaður norskra manna hefir sett
mót á marga smákaupstaði vora á Austur- og Norður-
landi. Og það er svo að sjá, að alþjóðlegar hreyfingar
eigi eitthvað hægra með að ná tökum á okkur þegar þær
koma til okkar frá Noregi, að minsta kosti á það sér stað*-