Skírnir - 01.04.1917, Side 46
Skirnirj Island og Norðorlönd. 1&3'
Norðurlönd nú hafa, og jafnvel líka fengið pólitísk yfir-
ráð yfir landinu. Eg er einn af 'þeim, sem glaður tek við
allri góðri menningu sem frá útlöndum kemur, en eg verð'
að játa það, að mér stendur stuggur af öllu því sem getur
fjarlægt okkur Islendinga frá bræðraþjóðum vorum í hugð-
unarhætti og venjum, og eg býst við þið séuð mér sam-
dóma í því efni. Mér finst það vera mikilvert verkefni
fyrir félag vort, að reyua að gera það sem í voru valdi
stendur til þess að vekja á íslandi samúð til norrænu
þjóðanna, og koma íslendingum til þess að líta fremur á
það sem samtengir okkur og þær, heldur en hitt sem
skilur okkur frá þeim. En óumflýjanlegt skilyrði fyrir
því að þetta geti orðið og haft nokkur veruleg áhrif er
það, að þjóð vor fái alveg ótvíræðar sannanir fyrir þvír
að bræðraþjóðirnar viðurkenni rétt Islendinga til að vera
jafnt settir hinum þjóðunum sem sérstök þjóð. Og eg vil
nota þetta tækifæri til að þakka sambandinu og miðstjórn
þess fyrir það livernig tekið hefir verið í þetta mál af
ykkar hálfu. Þegar menn koma með þá mötbáru, að Is-
lendingar séu svo fáir, um það bil 85000 manns, að ekki
sé hægt þess vegna að fara með ísland og skoða það sem
jafn hátt sett hinum norrænu löndunum, þar sem fólks-
fjöldinn og auðlegðin er meiri, þá neita eg þvi að sú rök-
semdarleiðsla sé rétt. Þess konar mismunur á stærð og
auðlegð er líka milli Bandaríkjanna í Ameriku. Þannig
hefir ríkið Nevada hér um bil sama fólksrjölda sem Island,
en ríkið New York rúmar 9 miljónir íbúa og Pennsylvania
8 miljónir — og samt er Nevada skoðað sem alveg
jafn rétthátt ríki, og fær nákvæmlega jafn háa fulltrúatölu
—• tvo menn — í öldungaráði Ameríkumanna, en aftur á
móti auðvitað miklu færri fulltrúa en hin ríkin í neðri
málstofunni, þar sem er kosið eftir fólksfjölda. Og það er
svo sem auðvitað að á meðan Island er strjálbygt og fá-
tækt á það ekki hægt raeð að leggja á sig mikið af þeim
byrðum, sem sameiginleg vinna norrænna þjóða í menn-
ingarinnar þarfir eða skyldur, sem leiða af sambandi við-
aðrar þjóðir út í frá, mundu hafa i för með sér. En þjóY