Skírnir - 01.04.1917, Side 50
■-Skirnir]
ísland og Norðurlönd.
157
að árangurinn, bæði verklegur og visindalegur, mundi
verða norrænu þjóðunum að talsvert meira gagni, en t.
d. þó gerðir væru út fornfræðingar til að grafa út rústir
á einhverri af Grikklandseyjum eða menn sendir til að
rannsaka Indíánakynflokk í Suður-Ameríku, enda þótt þess
konar vísindaleiðangrar í sjálfu sér geti verið einkarmerki-
legir. Og það skal sagt til heiðurs lýðháskólum Norður-
landa, að þar hefir áhuginn á íslenzkum fræðum alt af
verið mest vakandi. Á dönskum og norskum lýðháskól-
um eru oft haldnir fyrirlestrar um íslenzk efni. Eg býst
við að flestir séu á einu máli um það, að þekking í forn-
morskum og íslenzkum bókmentum sé einkar mikilvæg og
styðji mjög svo að samúð Norðurlandaþjóða. Það má
telja Dönum til heiðurs, að þeir í þessu efni eru á undan
hinum þjóðunum. Við Kaupmannahafnarháskóla hefir það
lengi verið siður að minsta kosti annar kennaranna í nor-
rænum málum hefir verið íslendingur, og nú síðasta manns-
aldurinn heflr þar verið sérstakur kennari í nútíðarmáli
og bókmentum Islendinga. Þetta heflr aldrei verið gert
í Noregi, Svíþjóð eða Finnlandi svo eg viti til, og enda
þótt fornmálið hafi verið kent við háskólana í þessum
löndum, þá er mér ókunnugt um, að þar hafi verið lögð
nokkur áherzla á kunnáttu í íslenzku nútíðarmáli og bók-
mentum, og að minsta kosti er það lítið sem hefir komið
fram í bókmentunum um þau efni í Noregi, Svíþjóð eða
a Finnlandi. Og ef menn nú svara þessu svo, að saga,
mal og bókmentir íslendinga nú á dögum sé of lítilfjör-
legt til þess að háskólarnir þurfi að fá sérstök kennara-
embætti í þeim greinum, þá hefi eg það til andsvara, að
til þess að skilja tungumál og andlegt líf Korðurlanda í
fornöld, til þess að skilja norræna málfræði og norræna
menningu yfirleitt, þá er það afaráríðandi að þekkja til
nutrðarináls, bókmenta og menningar íslendinga. Það má
ef til vill staðhæfa það, að vísindagrein eins og Assyriu-
fræði og rannsóknir á tungumálum og menningu fornþjóð-
anna í Ameríku hafi rneiri þýðingu til þess að skilja
heimsmenninguna yfirleitt, en hér ber að sama brunni og
íyr, að fyrir Norðurlönd er það miklu meira virði