Skírnir - 01.04.1917, Side 56
Skírnir]
Jón Stefánsson.
J6S
um. Kjarni nýju stefnunnar var fólginn í því, að benda
á fúann í lífi einstaklinga og þjóða. Segja saunleikann
um það, sem miður fór, hvort sem öðrum líkaði betur eða
ver. Að eins ef auðið yrði að uppræta það og bæta um.
I þessum anda hóf Jón Stefánsson ritstarf sitt. Af þess-
um öldum, sem að framan eru nefndar, lyftist liann til
starfs og stríðs. — Hlutverkið er örðugt og eigi þakklátt
í byrjun, þeim, sem það inna. Andstæðingar verða þeim
auðfengnir.
Jón var fæddur á Skútustöðum 2. júní 1851. For-
eldrar hans voru Stefán Helgason frá Skútustöðum og
Guðrún laundóttir Jóns prests Þorsteinssonar i Reykjahlíð.
Stefán var elztur þeirra mörgu barna Helga Asmundsson-
ar á Skútustöðum og Helgu Sigmundardóttur frá Vindbelg,
sem talin var fjölgáfuð og skörungur mikill. Er Skútu-
staðaættin víða þekt og hefir áður verið rakin í æíiminn-
ingum. Síra Jón, faðir Guðrúnar, er ættfaðir hinnar þjóð-
kunnu og fjölmennu Reykjahlíðarættar. Þorbjörg hét móðir
Guðrúnar, ættuð úr Kelduhverfi, greind kona og hagmælt,
eins og til var í hennar ætt. G-uðrún var og gáfuð kona
og skapmikil, en fór dult með hæfileika sína. — Jón var
eina barnið þeirra hjóna, er upp komst. Hann ólst upp
hjá foreldrum sínum þangað til hann var 11 ára gamall;
þá misti hann móðurina. Skömmu áður liafði hann mist
bróður sinn, nokkru yngri, sem mjög var elskur að hon-
um. Foreldrar hans bjuggu þá á Gfeirastöðum við Mývatn.
Móðurmissirinn hafði djúptæk áhrif á Jón. IJenni
unni hann heitt, enda var hann henni skaplíkur. Þessi
sorgaratburður, og örlög móðurinnar, blandaði líf hans
beiskju þegar i æsku, og mun ef til vill hafa ráðið nokkru
urn skoðanir hans og tilfinningar, er komu síðar fram í
ritum hans.
Faðir Jóns giftist í annað sinn Sigurbjörgu Jónsdótt-
Ur, og hélt við búskapnum, en naut þó eigi lengi við. —
Stefán druknaði í Mývatni, þegar Jón var 16 ára gamall-
3essir atburðir fengu mjög á unglinginn.
H*