Skírnir - 01.04.1917, Page 60
Skírnir]
Jón Stefánsson.
167
mjúkt og hljómþýtt með nútímablæ. Sannari, kjarnmeiri
islenzku liafa fáir mælt eða ritað.
Næst koma hin nýju áhrif nútíðarskáldmenta til greina.
»Lestrarbókasafn Mývetninga« er fjölskrúðugt af bókum
•og því ómetanlegur fjársjóður. Notaði Jón það mikið frá
bernsku. Atti þar kost á erlendum bókmentum, einkum
fagurfræðislegum, skáldritum grannþjóðanna og völdum
ritum ýmsra höfunda um mannfélagsmálefni. Ennfremur
stofnuðu nokkrir ungir menn í Þingeyjarsýslu, á aldurs-
•skeiði Jóns, félag til kaupa og lesturs á erlendum bókum
um þessi efni1). Þær bækur liöfðu afarmikil áhi'if —
voru einskonar hraðboði hugmyndanna manna í milli.
Mun Benedikt Jónsson á Auðnum hafa ráðið mestu um
val þeirra bóka, enda hefir hann jafnan verið bókavörður
•og dreift þeim á meðal manna. Benedikt hefir ætið verið
fjörgjafi og »hjarta« félags- og menningarhreyfinga í Þing-
eyjarsýslu á þessu tímabili. Þeir Jón og hann voru beztu
vinir alla æfi. í sumum atriðum munu fáir tveir hafa
orðið nánar samferða, eða varðveitt áhrifin lengur óblönd-
uð — verið trúrri æskuhugsjónum sínum til loka. En
-Jón var fastari við sjálfan sig og hreifst ekki eins fljótt.
Hlutverk Benedikts var því jafnan að létta og birta lífs-
skoðun hans, t. d. með bókunum, einkurn á efri árum.
Norsku skáldjöfrarnir cg þýzku hlutsæisskáldin hrifu
huga Jóns í byrjun og mörkuðu lionum skoðanir. Og nú
varð mannlifið sjónarsvið hans: »Hann horfði á þann
•sjúkleik, sem dulist getur undir heillegu yfirborði einstakl-
iogs- og félagslifs; Hann skildi einstaklings-slysið, brot
frá settum reglum, sem hægt væri að skilja og bæta, en
ekki er skilið og bætt og leiðir til ógæfu. Heitasta þrá
hans var, að bót yrði ráðin á þrönginni, myrkrinu, kuld-
anum — hvar sem þetta sækir að einstaklingnum eða
fjöldanum. Meinið varð að finna og uppræta, þar sem
þ Pólagiö hét „Mentafélag Þingeyinga11 og þróaðist samhliða kaup-
félagsskapnum. Nú eru hækor þess í Bókasafni Þingeyinga á Húsavík,
sem að mörgu leyti mun vera hið einkennilegasta bókasafn á landinu og
þó víðar væri leitað. Þ. S.