Skírnir - 01.04.1917, Síða 63
170
Jón Stefánsson.
[Skímir
. ara að. En síðasta árið tókst honum með elju, þrátt fyrir
heilsubilun, að binda enda á þær sögur, sem áleiðis voru
komnar, nema eina — »Grasaferðina«.
Mér virðist öðruvísi blær yfir fiestum síðari sögum J.
. St., en hinum fyrri, sem áður eru út komnar. Þar kennir
meiri mýktar og sorgbliðu í meðferð höfundarins á ör-
lagaþáttum sögupersónanna. Astarþrár þeirra og tilíinn-
ingar hótiegri, eða — réttara sagt — eigi jafn bráðar og
áberandi. Þær brenna engu síður, en það er glóðareldur
og eigi bál. Efnismeðferðin í sögunum »Seingróin sár«
og »Aftanskin« bendir til þessa. Grundvallar-umbótastefna
höfundarins er hin sama til enda. En það er eins og
meira beri nú á þrá til þess, að finna í lífinu sjálfu þau
sárasmyrsi, sem veita blæðandi und einstaklingsins meiri
fróun en hlutsæisstefnan viðurkendi um skeið. Hann finn-
ur fleiri ljós til þess að benda persónum sínum að síðustu
höfn, þrátt fyrir árekstrana. Og nú kemur fram í sál
hans og skoðunum einn áhrifastraumurinn frá ’74, runn-
inn úr gömlu rómantikinni, sem hlutsæisstefnan þurkaði
aldrei til fulls. Fegurðar- og samúðarþráin vakti inst
inni — glæddist af samvinnuhreyfingum og hugsjónaöld-
um nútímans, til endurnýjunar í ljósmóðu hinnar nýju
»hugsæisstefnu« skáldskaparins (ný-rómantík). —
.T. St. varð þýðari og bjartsýnni með aldrinum, eins
og raunar allir, sem mentast vel og ná andlegu víðsýni.
Efniviðurinn er að kalla má hinn sami í síðari sögunum.
Málið í fastari skorðum og sveitamyndirnar há-islenzkar,
t. d. í »Grasaferðinni« og »Snæfríðarþætti«, sem mun vera
síðasta saga hans. I þeirri sögu eru að mínum dómi sam-
andregin flest og ýms beztu skáldeinkenni höfundarins.
Alt runnið frá hjartarótum hans og metnaðarhug. Mér
finst eg sjá Jón Stefánsson sjálfan, eins og hann var á
efri árum, skýrast í gegnum þessa sögu.
Það hefir verið sagt um mörg skáld, að kunnugir geti
fundið eigin persónur þeirra i ýmsurn útgáfum i ritum eftir
þá. Þetta er mjög eðlilegt. T'ilfinningar sínar og innra
iíf hljóta þeir að nota sem mælikvarða á sálarlíf annara