Skírnir - 01.04.1917, Side 66
^SMrnir Jón Stefánsson. 173
lits, hár og skegg jarpt, en gránaði raeð aldrinum. Höf-
’uðlagið fagurt, hnakkinn beinn niður, ennið bratt. Svip-
mikill og dáfríður sýnum. Augun grá og köstuðu gletnis-
:glömpum, en hýr, brosmild og yfirbragðsheið, þegar gleði
bjó í hug. Nefið stutt og gilt fram; virtist það og svip-
urinn allur belgjast út og neistar brenna úr augum, er
’honum rann í skap.
I skjótu bragði virtist framkoman eigi ósvipuð fornu
Islandsgestunum við hirð Noregs konunga, sem settust
utarlega og höfðu yfir sér »hött síðan«, til þess er á þá
var yrt. Var í fyrstu þungbúinn, fáorður og eigi alúðleg-
ur, og andaði svipað og frá Grími Thomsen, og þeim
mönnum, sem eru »fastir í skapi og fornir í máli«. —
Mynd J. St. mun þannig hafa brent sig fastast í endur-
minningu margra við fyrstu kynni og á mannamótum.
En þegar áhrif hans eigin hugsana, eða málefni þau,
sem fyrir lágu, hituðu og yrtu á hann, þá kastaði hann
skjótlega kuflinum. Og þá duldist engum af yfirbragði
og ásýnd allri, að þar talaði skáld og tilfinningamaður,
hnittnum, ákveðnum orðum; stuttum, stökum setningum.
Það var skapi hans samkvæmast að taka jafnan eld-
snarplega í strenginn, og fylgja málstað sínurn af ein-
beitni. Svara drjúglega fyrir sig í viðræðum, og af eng-
um vanefnum, freiuur en hirðgestirnir forðum. Enda
bergði hann heilsudrykk sinn af brunni fornsagnanna, og
bafði þar hitann úr, taldi sér það jafnmikla nautn og
heitt-trúuðum manni bænirnar. »Að eðlisfari var eg helzt-
gefinn fyrir fornfræðagrúsk, en síður fyrir búnað. Skuld-
var og heldur féfastur. Ódæll og fjörugur í æsku, óhag-
stæður og eigi hlífinn í orðum. Blóðheitur og hneigður
til nautna«. — Gefinn var hann fyrir vín, einkum á efri
arum, en neytti þess í hófi og eigi rierna í samkvæmum
°g ferðalögum. Stórlyndur og fráleitur að þola að sér
væri troðið um tær eða gefin olnbogaskot, sizt af þeim,
sem ruddust fram í nafni valda, auðs og almennra venja.
Sérlega tilfinningaríkui» og næmur. Unni persónufrelsinu
,0g um fram alt skoðanafrelsinu.