Skírnir - 01.04.1917, Síða 69
Jón Stefánsson.
[Skirnir
{1.76
-----Árið 1911 veitti alþingi Jóni Stefánssyni skáld-
.-styrk, kr. 1-200^00 í eitt skifti, til þakkar og virðingar
fyrir ritstöríin. ¥ar það gert án lians eigin vitundar og
atbeina, og gekk úrtölulaust. En frændi hans og aðrir
kunningjar fluttu málið. Um sama leyti hlaut J. St. heið-
urspening frá sænsku dýraverndunarfélagi fyrir Dýrasög-
urnar. Enn fremur hafa sumar skáldsögur hans verið
þýddar og gefnar út á þýzku í fullkomnari útgáfu, en til
eru af þeim á íslenzku.
Vera má að margs sé enn ógetið, sem kunnugir
minnast, og mundi ef til vill helzt snerta þátttöku J. St.
í sveitar- og heimilislífinu, en eg vona að lesendur geti
skapað sér nokkurn veginn réttar hugmyndir um það í
sambandi við það, sem sagt hefir verið. En til skýringar
og áherzlu vil eg þó drepa á, að liann var alt af ótrauð-
ur og áhrifaríkur starfsmaður í menta- og félagslífi sveit-
arinnar. Fylgdi merki æskunnar engu miður hin síðustu
árin og starfaði með lienni, sem heiðursfélagi í ungmenna-
félagi sveitarinnar. Inst inni átti heimilið hann; þar
var hans vakandi forsjá, viðkvæmi hugur og umburðar-
arlyndi, ætíð mest og traustast i mótlætinu.
—--------I brjósti brann honum hinn sami eldur og
-sveitinni hans: »Skapið- það, sem inst var inni, erfði
hann af móður sinni«. Þar voru honum vaxnar »fjalla-
blómsins« djúpu, þrautseigu rætur, sem þroskast og nær-
ist í fornum, strjálgrónum brunajarðvegi, við andrúmsloft
»heiðsvalans«, er strokist hefir sunnan um löndin og flutt
með sér brosin og kossana. — En þann jarðveg skortir
stundum áburðinn — skólamentunina, sem þéttir gróður-
ínn í kauptúnum og nágrenni skólanna og nærir þorpa-
blómin, en því miður verður ýmsum þeirra oft að eins
til » k v i ð f y 11 i « . Jarðvegurinn er þar grynnri, ræt-
'Urnar styttri og »ljósveigarnar« eigi eins tærar.
------—- Jón kendi sjúkdóms síðustu árin, sem þjáði
hann töluvert mikið. í febrúarmánuði 1915 var gerður á
jhonum holdskurður, og virtist hann fá við það nokkura