Skírnir - 01.04.1917, Side 71
Milli svefns og vöku.
(Ritað veturinn 1897 og flutt á skemtifundi í samkomuhúsi Mývetninga'
þegar það var nýreist).
Undarlegt sambland af því, sem fyrir vakandi mamr
ber i umheiminum og þess, sem andinn sér á landi drauma
sinna: Loftfarir mannsandans, þegar liann líður um hauð-
ur og höf. Kynleg ráðgáta. — Manninum gefur sýn; hug-
urinn er laus við hið lága og þrönga, moðryk og fúaraka,
loftdimmu og mýrasudda.
Milli svefns og vöku — þegar fyrir mann bera löng
æfintýri á nokkrum andartökum. Ljósálfa- og andaheim-
urinn opnast; túnriður og nátttröll luta veldi þess fagra
og hugþekka. Endurminningarnar vakna angurblíðari og
slcáldlegri en vant er að vera í starfs- og vökustundunum.
Þær stundir, sem mannsandinn nýtur fegurðarinnar
og hugsjónanna bezt, getur mannshöndin ekki fært í letur,
orðin vanta; þau verða of köld, of takmörkuð og fátæk-
leg. En þráin til þess vakir og knýr fram — fram til
þess að lýsa svo vel, sem föng eru á, þeim stundum og
og þeim sýnum. Og nú leitast eg við að koma orðum að
einni slíkri stund æfinnar.
Sjón mín sá ekki »vitt og of vítt«; hún sá ekki nema
um miðju sveitar minnar, hugurinn fór ekki út fyrir tak-
mörk fæðingarhreppsins. En eg sá fleira en vant var, sá
gleggra og augum mínum geðfeldari sýnir.
Eg sá fegurðina og samræmið. Hugurinn naut frelsis
og hvíldar í sakleysinu og lífsgleðinni.
Máninn rann upp yfir Korðurhnjúkana; bjartur og
lýsandi í fylling sinni. í vestrinu lýsti dagsbrúnin enn þá.