Skírnir - 01.04.1917, Qupperneq 75
182
Milli svefns og vöku.
[Skirnir
issár, og hér hefir læknirinn — tíminn — fægt sárið og
dregið lífstein um undina; grætt manninn, til þess að
vera herfæran um langa æfi.
Og hérna, á Skútustöðum, var höfundi bólstaðar þessa
búin vélræði og banaráð. Sendir menn til höfuðs honum,
en hann var vitur og snarráður, var um sig og fullhugi
í háska og mannraunum; sá því lengi við svikunum og
launaði þau ótæpilega. Hann var nógu nærgætur ástríð-
um mannanna og nógu kaldráður til þess að hagnýta sér
hina sterkustu þeirra allra, goðinn á Hjalla. Blind og ein-
föld ást Sigríðar fóstru Skútu, kom launungarmáiinu í vit-
und fjandmannanna; við því fekk hann ekki séð. Því
varð Skúta að hníga, að ekki höfðu allir »haldinorðir
verið*.
Ungur og roskinn hefi eg verið reiður þeim svikum. Og
þú Sigríður! varst lítil í skapi og ólík göfugum fornkonum
að skörungsskap, þegar þú fyrirgafst Þorgrimi, gekst á
beð með þeim manni, sem hafði svikið vonir þínar; liaft
ástina fyrir agn á drápsöngli sinum; leitt þig óvitandi til
þess að gerast ráðbani fóstra þíns. Þess manns, er þér
einni trúði fyrir því launungarmáli, sem líf hans lá við.
Sá atburður með mörgum öðrum dæmum hetir vakið
mig til þeirrar trúar, að ástin sé ölvan, einskonar æði,
sem fæstir stjórni skynsamlegu viti fyrir. . Að ástinni og
ástríðum þeim, sem henni fylgja, sé til alls trúandi bæði
ills og góðs — til giftu og auðnuleysis, mannfríðenda og
'iítilmensku. Að hún geri ýmsa að görpum og aðra að
bleyðimönnum. Að engill sæmdarinnar og djöfull lítil-
menskunnar berjist hér um völdin, neyti skapferlis og at-
burða sem bezt til þess að sigra, vinna taflið hvor fyrir
sig. Hér er oft mjórra muna vant hver vogarskálin
þyngri verður. Hér getur örlítið atvik ráðið því, hvort
ilt eða gott verður efra í viðureigninni.
En hvað skal eg á þessu kveldi láta hug rninn sveima
um völundarhús ástarinnar? Eg hefi engan töfraþráð
til að beina mér veg. 011 þau »heilabfot« eru erfið manns-