Skírnir - 01.04.1917, Page 77
184
Millí svefns og vöka. [Skírnir-
— Eg horfí eftir andahópum, sem fijúga frá vestri,,
neðan frá Vogatungum og stefna austur að auðu vatninu
hjá ÍTónhólum. Loftið súgar undan vængjaburðinum. Ein-
kennilegt, blístrandi hvinhljóð segir mér skjótt til, hverir
fuglarnir eru. Það eru ekki farfuglar, en fallegir samt;
fastnæmir í skapi og örðugir til að sjá fyrir sér. Gæíir
og ómannhræddir um varptímann, en skjarrir og varkárir
endrarnær. Vatninu er prýði að þeim. Sveitinni búnings-
bót að »húsöndinni«.
Svo lít eg norðaustur upp til blásvarta hraunsins,
»Stripanna«, sem í tunglsljósinu virðast áþekkir hempu-
klæddum klerki, er bíður eftir sóknarfólkinu og verður
þungur á svip, er það lætur hann standa einan um
spjallið. Þeir eru gamlir »Stríparnir«, og þeir hirða lítið
um rás viðburðanna né tákn tímans; eru fastir á fótum
og sporna harðvellið.
Hér skyggir á ljúflingssýn mína. Gef mér gleðilegra.
tákn, bjarta, heiða náttúra! Gefðu rnér róna og ánægjuna
aftur. Að eg megi ganga með gleðisvip frá þér til mann-
anna, félaga minna, sem þarna skemta sér.
Kyrðin var skyndilega rofin. Svanirnir suðaustur á
Grænalæk sungu og kvökuðu margir saman. Eg fann, að
röddin var himnesk, fögur og frjáls. Fyrir löngu síðan
hefi eg misgert stórum við þessa mjallhvítu, fögru fugla
— hefi iðrast þess, og fest hlýjan hug til þeirra. Og vin-
gjarnlegur og blíður er söngurinn; hann er mér styrkur
og tákn, sem eg gleðst yfir. Kyrð og skapspekt, blíð nautn
og ánægja býr aftur í hjarta mínu.
— — — Nú er hart riðið yfir ísana. Eg heyri að
það er aðeins einn maður og sé brátt að svo er. Hann
er likur Rafn vin mínum í Dal. — Það er liann og kemur
á heillastund til fundar við mig. Eg hleyp niður að tjörn-
inni og fagna honum.
Bráðum göngum við inn til mannfjöldans í Þinghús-
ihu. En það finn eg, að ekki muni eg njóta sjálfs mín
jafnvel inni og úti; ekki verða jafn ánægður í fjölmenn-
inu og þungu lofti. Þar verð eg vanstiltari, viðsjállL