Skírnir - 01.04.1917, Side 80
fikirnir]
Dómurinn.
187
• — En manstu eftir því, að þú gerir einn manninn í
sögunni að illmenni?
— Já. — Eg man það.
— Hvers vegna gerðir þú það?
— Eg veit ekki betur en að hann hafi verið illmenni,
og mennirnir, sem maður segir frá, verða að koma fram
í sögunni eins og þeir hafa verið í lifinu, sumir góðir,
sumir vondir.
— Miskunnarlausi maður! Maðurinn, sem þú segir,
að hafi verið illmenni, er eg. Guð var búinn að glevma
syndum mínum, og eg var kominn í hóp með hinum góðu.
Þú hefir rifjað upp misgerðir mínar og aukið við þær eftir
þinum geðþótta, svo að eg hefi ekki frið í gröfinni. Brendu
bókina, og þá fæ eg frið.
Ungi maðurinn brendi bókina, og maðurinn livarf.
— Er eg ekki skáld? spurði ungi maðurinn.
Þá kvað við röddin mikla:
— Þig vantar bók lífsins.
— Hvernig á eg að ná henni? spurði ungi maðurinn.
— Þú átt að biðja þangað til að ekki er nema einn
blóðdropi eftir í hjarta þínu, svaraði röddin mikla.
Ungi maðurinn bað nú nótt og dag, þangað til að
ekki var nema einn blóðdropi eftir í hjarta hans. Svo
sofnaði hann, því að hann var orðinn dauðþreyttur. Þegar
hann vaknaði, lá bók lífsins á skrifborðinu hans.
•— Nú er eg skáld, sagði ungi maðurinn og blaðaði í
bók lífsins.
Hann skrifaði nú hverja bókina eftir aðra. — Eg er
skáld, sagði hann og var ánægður með sjálfan sig.
Einn dag kom til hans kona. Hún grét hástöfum
°g mælti:
— Þú gerir mér rangt til, ungi maður.
—• Eg þekki þig ekki, svaraði ungi máðurinn.
— Það segir þú satt. En þó ert þú að segja frá því
hvernig eg hafi verið, hvað eg hafi talað og hvað eg hafi
hugsað. Eg er ein af konunum, sem þú segir frá í sögu
þinni. Eg hefi ekki frið í gröf minni, af því að þú segir