Skírnir - 01.04.1917, Qupperneq 83
190
Dómurinn.
[Skírnir
Ungi maðurinn brendi bókina, og konungurinn hvarf,
Ungi maðurinn kallaði á unnustann.
— Viltu sjá sál unnustu þinnar? spurði ungi mað'
urinn.
Unnustinn varð mjög glaður og játti því. Enga sál
langaði hann eins mikið að sjá og sál unnustunnar.
Hann leit í skuggsjána, og andlit hans ljómaði af
fögnuði. Sál unnustu hans var svo töfrandi fögur, að
hann hefði getað horft á hana alla æfi og aldrei þreyzt.
— Komdu að ári liðnu og sjáðu sömu sálina, sagðí
ungi maðurinn.
Ungi maðurinn kallaði á annan vinanna.
Viltu sjá sál vinar þíns? spurði ungi maðurinn.
— Vinurinn játti því og leit í skuggsjána. Hann.
vai’ð glaður, því að sál vinar hans var fegurri en honum
hafði nokkru sinni komið í liug.
— Komdu að ári liðnu og sjáðu sömu sálina, sagðí;
ungi maðurinn.
Arið leið. Unnustinn, sem nú var orðinn eiginmaðurr
kom til unga mannsins.
Hann leit í sálarskuggsjána.
— Þetta er ekki sama sálin og eg sá í skuggsjánni í
fyrra, mælti hann. Eg sé dökka bletti á þessari sál, en
eg sé einnig ljósari bletti en eg sá á sál unnustu rninnar,
En hvaða sál er þetta?
— Það er sál konu þinnar, sem var unnusta þín í
fyrra, svaraði ungi maðurinn.
Vinurinn kom og leit í sálarskuggsjána.
— Þetta er ekki sama sálin, sagði hann. Þessi sál
er svört og illúðleg, en hin sálin var björt og góðleg.
Þessi sál er eins og rándýr með gapandi gin og spentar
klær, hin var eins og dúfa.
— Þetta er sama sálin — sál mannsins, sem var
vinur þinn í fyrra en er nú orðinn óvinur þinn, svaraði
ungi maðurinn.
Vinurinn gekk þegjandi burtu.
— Hvað á eg að gera? spurði ungi maðurinn. Er eg;