Skírnir - 01.04.1917, Qupperneq 95
:202
Ritfregnir.
[Skirnir
jþessi frásögn síra Torfa er rótt, sem óþarft er að efa að raunalausu
og alt mælir með í mínum augum, þá þykir mór eigi alls kostar
varlega aS orSi kveSiS hjá höf. í innganginum fyrir þessu riti (bls.
II), þar sem höf. telur þaS auSsætt, aS kaþólska flokkinum hér á
landi á siSskiftatímanum á 16. öld hafi þótt gagnsIítiS aS snúa
sór til almennings á prenti til verndar trú þeirri, er landslyðurinn
ihafði fylgt. Hvað var þaS, sem vakti fyrir Jóni biskupi Arasyni,
• er hann kom prentsmiðju á stofn hór á landi? Mór skilst, að það
hafi varla getað annað veriS en það, aS honum hafi veriS auðsætt,
hve máttugt vopn hór var um að ræða til verndar trú þeirri, er
,hann barðist fyrir og lót að lyktum lífið fyrir.
Það er attnars meinlegt, hvað vór vitum nú lítið um hina
'fyrstu prentsmiðju landsins og bækur þær, sem hór voru prentaðar
fyrir siðskiftin að forlagi Jóns biskups Arasonar. FræSimenn úr
flokki lúth’erskra kennimattna eru býsna ófróðir um þær bækur í
ritum sínum, og til annarra fræðimanna en lút'nerskra er tæplega
að leita um fræðslu í þessum efnum. Síra Jón Egilsson í Hrepp-
, hólum nefnir engin rit með ákveðnu nafni. Síra Arngrímur Jóns-
bttn á Mel nefnir að vísu rit, prentuð í tíð Jóns biskups Árasonar,
en með svo óákveðnum nöfnum, að lítið verður á ummælum hans
bygt annað en þaS, að fleiri rit hafa verið prentuð að forlagi Jóns
biskups heldur en liið svo nefnda Breviarium Nidrosiense
eitt (»Evangeliorum et epistolarum dominicalium lectiones . . . ad
hæc odas aliqvot sacras et manuale, ()vod dicunt, sacerdotum, ac
præterea fortasse libellum unttm aut alterum«, Crymogæa).
Jafnóákveðin eru ummæli Bjarnar Jónssonar á Skarðsá (annálar
hans við árið 1543), er hann getur þess, að í tíð Jóns biskups
Arasonar hafi verið prentuð handbók presta, sunnudaga-guðspjöll
og annað fleira. Að þessum ummælum, sem nú voru nefnd, hefir
útg. vikið nokkuð í Iýsingu þessa svo kallaða Breviarium
Nidrosiense (á bls. 1—2 í skránni).
Það er hætt við því, að oss verði nú á tímum örðugt um að
grafa upp, hverjar þessar bækur hafa verið, sem prent.aðar hafa
verið í tíð Jóns biskups Arasonar og að hans forlagi. Brófabækur
.höfttm vór nú engar frá hans tíð, nó máldagabækur, nó aðrar stóls-
bækur; (eignaskrá Hólastóls 1525, er Jón biskup Arason tók við
stólnum, er þó í Sigurðarregistri). Eftirmenn hans og
andstæðingar hafa sjálfsagt tekið óvægum höndum á öllu þess kon-
ar, eins og öðru, sem frá honum var runnið. Síra Sigurður Jóns-
.son á Grenjaðarstöðum, sonur Jóns biskups Arasqnar og tvívegis