Skírnir - 01.04.1917, Síða 96
: Skirnir]
Eitfregnir.
203
(kjörið biskupsefni, hefir samið skrá yfir eignir Hólastóls, bæði árið
1550, eftir fráfall föður síns, og árið 1569, eftir andlát Olafs bisk-
aips Hjaltasonar. Þessi skrá er hið svo nefnda Sigurðarreg-
istur, sem nú er geymt í Þjóðskjalasafni í frumriti á skitini, en
víða í eftirritum. Eg hefi farið yfir þessa skrá nokkuð gaumgæfi-
lega; þar eru bækur taldar upp meðal eigna, sent Hólastól fylgja,
■«n, eins og venjulegt er um eignaskrár og úttektir kirkna, klaustra
■og biskupsstóla á þessum öldum, eru bækurnar svo ógreinilega til-
færðar, að sjaldnast verður séð, hvaða bók um er að ræða í hvert
skifti. hvort prentuð só eða í handriti, hvort útlend só eða innlend.
Erentaðar bækur frá tíð Jóns biskups Arasonar gætu t. d. verið
udz spialla bok«, »Gudz spialla bok med
pappír j norænu^1), íkanabok »g handbok þijdd-
ar«, (þessar 2 bækur eru taldar meðal gripa, sem Jón biskup hefir
lagt til Hóladómkirkju), og fleiri bækur, sem taldar eru upp í
eignaskránni árið 1550. Sama máli gegnir um »g u d z spialla
bok messna oc pistla oc oratia de sanctis«,
»4 libri evangeliorum et duo ex illis cum do-
TOinicalibus epistolis«, og nokkurar fleiri bækur, sem
taldar eru upp í eignaskrá Hólastóls árið 1569. Að eins á einum
stað í eignaskrá Hólastóls 1550 í Sigurðarregistri er nefnd bók,
prentuð hór á landi; er þar auðsynilega átt við Breviarium
Nidrosiense og sagt, að 17 eintök þeirrar bókar sóu eign
stólsins (»xvij pappirs brefere prentud hier j landit.«). í eigna-
skránni árið 1569 eru nefnd tvö eintök, að eg ætla (»Item j
bysk ups sæti ij byskups brefere«); meira hefir þá ekki verið
■ orðið eftir, hin sjálfsagt verið farin veg allrar veraldar.
Vera má, að áþreifanltgrar vissu um bókaútgáfu Jóns biskups
Arasonar só eigi nær að leita en í Kómaborg, í höllum páfans
sjalfs; að minsta kosti er ekki ólíklegc, að Jón biskup Arason hafi
sent páfa bækur þær, er hann lét prenta, og að þær sé að fiuna í
bókasafni páfans.
Alt þetta efni er þess vert, að það væri tekið upp til ræki-
^egri ranusóknar en kostur er hór á þessum stað, og svo merat,
að ekki má algerlega ganga fram hjá því, þegar ræða er um prent-
nð rit vor á 16. öld.
A bls. III—IX í innganginum tekur höf. til meðferðar og
‘) Altitt er á þessum dögum að kalla íslenzku norrænu, og svo
rgerðu jafnvel íslendingar sjálfir.