Skírnir - 01.04.1917, Síða 104
Skirnir]
Kitfregnir.
211
ar hór í Landsbókasafninu. Ekki hefi eg fundið þá bók hór og;
mór vitanlega hefir hún aldrei verið hór_til.
Á bls. 2321. Eintak Laudsbókasafnsins af Jónsbók, 1578, er
ekki alveg heilt. I það vantar bl. V: 6—7, sem eru skrifuð.
Á bls. 27 (Jónsbók, 1580) hefir fallið burt að geta þess, að
eitt eintak þeirrar útgáfu er til í Landsbókasafninu, prentað á
pappfr, (titilblaðið með svörtu og rauðu).
Á bls. 32 (í lýsingu Guðbrands-biblíu) stendur, að sagt sé, að
upplag biblíunnar hafi verið 1000 eintök. Þetta mun ekki vera
i'ótt. Samkvæmt »Minnisbók Guðbrands biskups 1478—1594«, sem
nú er í Þjóðskjalasafni, hefir upplagið verið 500 eintök. Þetta er
ritað með eiginhendi Guðbrands biskups sjálfs (neðst á bls. 239 í
minnisbókinni), og er klausan á þessa leið: »S[umma] S[umma-
rum]: Numerus exemplarium bibliorum. v°- tijræd enn tolfræd iiij
og xx betur«. I þessari minnisbók er ýmislegt að finna um bibl-
íuna, einkum sölu hennar. Þar er og nokkuð um aðrar forlags-
bækur biskups, et) fátt merkt annað en um sálmabókina, sem höf.
kefir notað sjálfur (sjá bls. 36 neðan til). Á bls. 238 er skilagrein
nm biblíur, sem Guðbrandur biskup hefir gefið fátækum kirkjum.
Á bls. 260 er skrá um biblíur, sem Guðbrandur biskup liefir látið
binda inn (eins konar kvittanir til bókbindarans). Eftir því sem þar
stendur, hefir Guðbrandur biskup látið binda inn hór samtals 250
biblíur, þar af 3 gyltar, »og ad auk ein forgyllt«. Neðst á þessari
bls. stendur: »S[umma] Sfummarum]: tvo hundrut tolfræd bundit,
med iij. gylltum vtan a spiolldum, auk hin eina [þ. e. hin »for-
gyllta«]. Item enn ad auk bundnar x bibliur«. Þessar biblíur
bafa verið bundnar inn árið 1585, að minsta kosti steudur það ár-
tal yfir þessari bls. En auk þessa hefir Guðbrandur biskup látið binda
,nn biblíur utanlands, og kemur það heim við ummæli síra Arngrfms
Jónssonar í Crymogæa (sem tilfærð eru á 34.—35. bls. í skránni).
lalan hjá Arngrími er þó sjálfsagt ekki rótt; hjá honum stendur
100, en á vafalaust að vera lc- (það er 120, eitt tólfrætt hundrað).
Þetta má sjá af fyrr nefndri »Minnisbók Guðbrands biskups 1478—
1594«, bls, 284. Þar stendur: »anno 1589. komu vt bibliur med
llönskum ellefu tijger og vij«; þær 3, sem vantar á 12 tugi, hafa
sjálfsagt verið óheilar eða skemzt eða orðið eftir utanlands af öðr-
um ástæðum. Á bls. 236 í margnefndri »minnisbók« er skrá um
bókbandstæki, sem Guðbrandur biskup hefir keypt af hinum út-
lenda bókbindara, sem hann hafði við biblíuna og síra Árngrímur
ónsson getur um, (1. c.), og hafa þau kaup farið fram árið 1586.»
14*