Skírnir - 01.04.1917, Page 113
220
Kitfregnir.
[Skírnir
bygli, enda bera þau af mörgu því, sem þar flýtur. Safn af ljóð-
mælum hans kom út árið 1914, sem að ofan greinir.
Höfundurinn heitir róttu nafui Þorbjörn og er Bjarnar-
son, borgfirzkur að ætt og uppruna, frá Breiðabólsstað í Reyk-
holtsdal, kynborinn, kominn af Lofti ríka í beinan karllegg. Hann
ór vestur um haf fulltíða um 1890 og hefir dvalist þar s/ðan.
Mun hann nú hátt á sextugs aldri.
Þótt Þorbjörn hafi dvalist alllengi vestra og náð þar mestum
þroska og ort þar flest kvæði sín, þá verða þau vart talin »vest->
ræn« í eðli, svo að þau beri vitni um áhrif þarlendra skálda, held-
ur eru þau ramm-íslenzk að efni og orðbragði, eins og þau væri
»fædd og fóstruð« í átthögum höfundarins.
Þorbjörn er alþýðumaður, hefir alla æfi sína fengist við al-
genga vinnu, óskólagenginn- og því óspiltur af tilgerð og tildri
slíkrar menningar, en sjálfur alvörugefinn skarpleikamaður og
hefir þroskast af sjálfsdáðum, eins og fjöldi íslenzkra bænda, sem-
lítt hafa við að styðjast nema menningar-megin tungu vorrar og
erfðamannvit það, er aldrei hefir út kulnað í landi voru.
Yrkisefni höfundarins eru mörg hin sömu, sem önnur skáld
vor hafa tamið sór, svo sem ættjöið og (íslenzk) náttúra, enda anrr
hann hugástunr landi sínu. Mörg yrkir hann og tækifæriskvæði,
eins og gerist, ýmist að annara bón eða ótilkvaddur, svo sem erfi*
Ijóð, minni á Íslendingafundum og öðrum samkoinum og fleira þesS'
háttar. Einna bezt þykir mór erfiljóðin, er hann yrkir eítir Árna-
Sveinbjörnsson frá Oddsstöðum og Sigurð póst. Um Sigurð segir
hann meðal annars:
Mót þá sporlaust myrkrið gín
má ei forsjá bresta.
Ferða voru vopniu þín
vilji, þor og festa.
Aldrei skæðan beyg þór bjó
braut að þræða sanna
gamla hræðan : »um og ó«
ósj ál fstæðismanna.
Ágætlega kveður hann og eftir Eyjólf frænda sinn Magnús-
son, barnakennara. Þar er þessi vísa:
f Þönglabökkum þjóðlífs frá
ú hefir tekið feginh