Skírnir - 01.01.1925, Síða 8
Guömundur prófessor Magnússon,
læknir.
Hann var fæddur 25 sept. 1863 í Holti á Ásum i
Húnavatnssýslu. Var faðir hans Magnús bóndi í Holti
(f. 1789, d. 1887), góður búhöldur á gamla vísu og velefn-
aður, sonur Pjeturs á Hrappsstöðum (Hrafnsstöðum) í Víði-
dal, Jónssonar á Lækjamóti, Hallssonar í Þóreyjarnúpi,
er kallaður var Barna-Hallur, Björnssonar lögsagnara á
Guðlaugsstöðum, Þorleifssonar prests í Blöndudalshólum,
er lengst bjó í Sölvatungu (Finnstungu), Olafssonar. Var
BÍra Þorleifur hinn síðasti prestur, er Þorlákur biskup
Skúlason vígði (1655) og andaðist 1688. En móðir síra
Þorleifs, Steinunn Þorleifsdóttir, var meðal annars komin
bæði af Jóni biskupi Arasyni og Daða í Snóksdal. — Kona
síra Þorleifs var Þórunn Kortsdóttir, klausturhaldara í
Kirkjubæjarklaustri, Þormóðssonar, klausturhaldara Korts-
sonar, kaupmanns Lýðssonar af þýzkri eða slésvíkskri
aðalsætt að því er sagt var. Var Þórunn systir hins
nafnkunna lögmanns Þorleifs Kortssonar (d. 1698), er
stærst bálin ljet kynda undir íslenskum galdramönnum
á síðara bluta 17. aldar.
Móðir Guðmundar heitins prófessors var Ingibjörg
Guðmundsdóttir hreppstjóra á Vindhæli á Skagaströnd,
nafnkennds manns, Olafssonar á Vindhæli, Sigurðssonar,
Gunnar8Sonar á Hvalnesi á Skaga, Jónssonar, og er sá
kynþáttur mjög fjölmennur þar nyrðra (Skiðastaða- og
Skefilstaðaætt). Sira Pjetur í Grímsey Guðmundsson (d.
1902) og Ingibjörg móðir Guðmundar prófessors voru
þræðrabörn, en bróðir Ingibjargar var síra Davíð prófaBtur
1