Skírnir - 01.01.1925, Síða 9
2
Guðmundnr prófessor Magnússon.
[Skirnir
Guðmundsson (d. 1905), faðir Ólafs kandídats Davíðssonar
og systkina hans, er því voru systkinabörn Guðmundar
prófesBors. En fyrri kona Guðmundar á Vindhæli og móðir
Ingibjargar og síra Daviðs var Ingibjörg Árnadóttir prests
á Hofi á Skagaströnd (d. 1825), lllhugasonar prests í Borg-
arþingum (d. 1770), Halldórssonar prests á Húsafelli, (d.
1736) Árnasonar, Eiríkssonar prests í Vallanesi (d. 1647),
Ketilssouar prests á Kálfafellsstað (d. 1634), Ólafssonar
prests og sálmaskálds í Sauðanesi (d. 1608), Guðmundssonar.
Kona síra Ketils var Anna, dóttir bins nafnkunna skálds
og merkisklerks, síra Einars prófasts Sigurðssouar í Hey-
dölum (d. 1626) og systir samfeðra Odds biskups í Skál-
holti. Síra Illbugi Halldórsson, er var bróðir Bjarna
sýslumanns á Þingeyrum, nafnkunnugs valdsmanns á
sinni tíð, átti Sigríði Jónsdóttur Steinssonar biskups á
Hólum, Jónssonar, og var síra Árni á Hofi sonur þeirra.
En sonur síra Árna með síðustu konunni — þvi bann var
þríkvæntur — var Jón Árnason bókavörður og þjóðsagna-
safnari, er því var bróðir samfeðra Ingibjargar móðurmóður
Guðmundar prófessors. Hjá þessum ömmubróður sinum
átti Guðmundur öruggt atbvarf á skólaárunum. Rekja
mætti þessar ættir miklu lengur, þar á meðal til land-
námsmanna, en það þykir óþarft.
Magnús gamli í Holti var hálfáttræður, þegar hann
eignaðist Guðmund. Hann hafði verið tvíkvæntur áður
en Ingibjörg fór til hans. Var fyrri kona hans systir
Jóns Þorsteinssonar landlæknis. Eigi giftust þau Ingibjörg,
en bún var ráðskona hjá Magnúsi til dauðadags og fjekk
fjórðungsgjöf að honum látnum. — Ingibjörg bafði verið
sæmilega greind kona og bókbneigð, en mun hafa haft
lítinn tíma til þess að Binna slíku, ekki sízt á seinni árum
sínum á Vindhæli, því að stjúpa hennar, Þórdís á Vindhæli
var talin harðlynd og óvægin, eigi sízt við þessa stjúp-
dóttur sína. Þó hafði hún reynt að spyrna á móti því
af alefli, að Ingibjörg flyttist að Holti. Vildi hún eigi
missa hana þegar til kom, en Ingibjörg fór sínu fram.
Nokkrum árum eftir fæðingu Guðmundar varð faðir